Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa allir broddgeltir brodda?

Jón Már Halldórsson

Nei, svo undarlega sem það kann að hljóma eru ekki allir broddgeltir með eiginlega brodda.

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae). Rottugeltir eru furðu líkir rottum og hafa ekki samskonar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Tegundir innan þessara undirætta hafa þó sameiginleg líkamseinkenni broddgalta; langt og oddhvasst snjáldur, vel þroskuð eyru og augu og hlutfallslega litla og veikbyggða fætur.

Eiginlegir broddgeltir finnast í Evrópu, Asíu og Afríku. Til eiginlegra broddgalta teljast 16 tegundir í 5 ættkvíslum. Sameiginleg einkenni þeirra, fyrir utan þau sem þegar hafa verið nefnd, eru helst þau að hárin á baki þeirra eru ummynduð í varnartæki sem eru harðir og hvassir broddar.

Ættkvíslirnar fimm eru skógarbroddgeltir (Erinaceus) en til þeirra teljast fjórar tegundir, gresjubroddgeltir (Hemiechinus), sem eru tvær tegundir, hrósturbroddgeltir (Paraechinus) en til hennar teljast fjórar tegundir, ættkvíslin Mesechinus sem telur tvær tegundir og Atelerix sem inniheldur fjórar tegundir.

Hægt er að fræðast meira um eiginlega broddgelti í svari við spurningunni Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti? en þar er fjallað um evrópska broddgöltinn (Erinaceus europeus). Evrópski broddgölturinn er ein tegund skógarbroddgalta og er hann útbreiddur um nánast alla Evrópu fyrir utan nyrstu svæði Skandinavíu og Rússlands auk þess sem hann lifir ekki á eyjum svo sem á Íslandi og Færeyjum.



Mánagöltur sem tilheyrir rottugöltum, minnir um margt á rottu.

Hin undirættin, rottugeltir, líkjast rottum og draga nafn sitt af því. Tegundirnar eru átta í fimm ættkvíslum og lifa allar í Suðaustur-Asíu. Kunnust þessara tegunda er mánagölturinn (Echinosorex gymnura) sem er meðal stærstu rottubroddgalta, búklengdin er á bilinu 30-45 cm og vegur hann allt að 1,4 kg. Feldur hans samanstendur af tvenns konar hárum, löngum og grófum stormhárum en undir eru mjúk lóhár. Stormhárin geta þó engan veginn kallast broddar sem gerir þessa tegund hin undarlegasta broddgölt. Hann finnst á ýmsum stöðum í Asíu, til dæmis á Malakkaskaga, Súmötru og Borneó.

Broddgeltir tilheyra skordýraætum en til eru tvær ættir nagdýra sem einnig eru með brodda sér til varnar. Dýr þessara ætta hafa þau líka verið kölluð broddgeltir á íslensku þó flokkunarfræðilega séð séu þau ekki sömu ættar. Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?

Mynd: Konstans Wells. Sótt 6. 1. 2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.1.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hafa allir broddgeltir brodda?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54933.

Jón Már Halldórsson. (2010, 11. janúar). Hafa allir broddgeltir brodda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54933

Jón Már Halldórsson. „Hafa allir broddgeltir brodda?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54933>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa allir broddgeltir brodda?
Nei, svo undarlega sem það kann að hljóma eru ekki allir broddgeltir með eiginlega brodda.

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae). Rottugeltir eru furðu líkir rottum og hafa ekki samskonar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Tegundir innan þessara undirætta hafa þó sameiginleg líkamseinkenni broddgalta; langt og oddhvasst snjáldur, vel þroskuð eyru og augu og hlutfallslega litla og veikbyggða fætur.

Eiginlegir broddgeltir finnast í Evrópu, Asíu og Afríku. Til eiginlegra broddgalta teljast 16 tegundir í 5 ættkvíslum. Sameiginleg einkenni þeirra, fyrir utan þau sem þegar hafa verið nefnd, eru helst þau að hárin á baki þeirra eru ummynduð í varnartæki sem eru harðir og hvassir broddar.

Ættkvíslirnar fimm eru skógarbroddgeltir (Erinaceus) en til þeirra teljast fjórar tegundir, gresjubroddgeltir (Hemiechinus), sem eru tvær tegundir, hrósturbroddgeltir (Paraechinus) en til hennar teljast fjórar tegundir, ættkvíslin Mesechinus sem telur tvær tegundir og Atelerix sem inniheldur fjórar tegundir.

Hægt er að fræðast meira um eiginlega broddgelti í svari við spurningunni Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti? en þar er fjallað um evrópska broddgöltinn (Erinaceus europeus). Evrópski broddgölturinn er ein tegund skógarbroddgalta og er hann útbreiddur um nánast alla Evrópu fyrir utan nyrstu svæði Skandinavíu og Rússlands auk þess sem hann lifir ekki á eyjum svo sem á Íslandi og Færeyjum.



Mánagöltur sem tilheyrir rottugöltum, minnir um margt á rottu.

Hin undirættin, rottugeltir, líkjast rottum og draga nafn sitt af því. Tegundirnar eru átta í fimm ættkvíslum og lifa allar í Suðaustur-Asíu. Kunnust þessara tegunda er mánagölturinn (Echinosorex gymnura) sem er meðal stærstu rottubroddgalta, búklengdin er á bilinu 30-45 cm og vegur hann allt að 1,4 kg. Feldur hans samanstendur af tvenns konar hárum, löngum og grófum stormhárum en undir eru mjúk lóhár. Stormhárin geta þó engan veginn kallast broddar sem gerir þessa tegund hin undarlegasta broddgölt. Hann finnst á ýmsum stöðum í Asíu, til dæmis á Malakkaskaga, Súmötru og Borneó.

Broddgeltir tilheyra skordýraætum en til eru tvær ættir nagdýra sem einnig eru með brodda sér til varnar. Dýr þessara ætta hafa þau líka verið kölluð broddgeltir á íslensku þó flokkunarfræðilega séð séu þau ekki sömu ættar. Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?

Mynd: Konstans Wells. Sótt 6. 1. 2010....