Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?

Jón Már Halldórsson

Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda.

Beðmi er fjölsykra og er uppistaðan í veggjum plöntufruma.

Beðmi er algengasta lífræna fjölliðan sem fyrirfinnst í vistkerfi jarðar. Engin veit nákvæmlega hversu mikið af beðmi er á jörðinni en sennilega er samanlögð þyngd beðmis á jörðinni nokkrir milljarðar tonna. Einangrað er það á formi hvíts púðurs líkt og flórsykur.

Fjölmörg dýr byggja afkomu sína á beðmi. Kunnust slíkra dýra eru grasbítar meðal spendýra en einnig má nefna að termítar geta nýtt sér orkuna úr beðmi með aðstoð örvera sem finnast í meltingarvegi þeirra. Menn, líkt og fjölmörg önnur spendýr, geta hins vegar ekki nýtt sér beðmi til næringarnáms. Beðmi er einnig afar mikilvægt í iðnaði. Pappírsframleiðsla byggir til dæmis á hagnýtingu beðmis.

Segja má að við klæðumst beðmi því bómullarþræðir eru nær alfarið úr beðmi.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.1.2015

Spyrjandi

Hólmfríður Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2015, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68679.

Jón Már Halldórsson. (2015, 21. janúar). Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68679

Jón Már Halldórsson. „Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2015. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68679>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er beðmi og hvert er hlutverk þess í plöntum?
Beðmi gengur einnig undir heitinu sellulósi. Það er efnasamband og formúla þess er C6H10O5. Beðmi er svonefnd fjölsykra. Það er mikilvægt byggingarefni í veggjum plöntufruma en finnst einnig hjá einhverjum tegundum af bakteríum sem seyta því út við myndun á lífrænum filmum (e. biofilms) sem þær mynda.

Beðmi er fjölsykra og er uppistaðan í veggjum plöntufruma.

Beðmi er algengasta lífræna fjölliðan sem fyrirfinnst í vistkerfi jarðar. Engin veit nákvæmlega hversu mikið af beðmi er á jörðinni en sennilega er samanlögð þyngd beðmis á jörðinni nokkrir milljarðar tonna. Einangrað er það á formi hvíts púðurs líkt og flórsykur.

Fjölmörg dýr byggja afkomu sína á beðmi. Kunnust slíkra dýra eru grasbítar meðal spendýra en einnig má nefna að termítar geta nýtt sér orkuna úr beðmi með aðstoð örvera sem finnast í meltingarvegi þeirra. Menn, líkt og fjölmörg önnur spendýr, geta hins vegar ekki nýtt sér beðmi til næringarnáms. Beðmi er einnig afar mikilvægt í iðnaði. Pappírsframleiðsla byggir til dæmis á hagnýtingu beðmis.

Segja má að við klæðumst beðmi því bómullarþræðir eru nær alfarið úr beðmi.

Myndir:

...