Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra.

Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sínu. Deilikornin eru tvö og í rafeindasmásjá kemur í ljós að þau eru örpíplusívalningar sem liggja hornrétt á hvor annan. Í upphafi frumuskiptingar þegar geislaskautið skiptir sér tvöfaldast deilikornin og fer eitt par í hvort geislaskaut, en geislaskautin fara síðan sitt hvorum megin við kjarnann. Á milli þeirra myndast spóla úr örpíplum og raðast litningar frumunnar á þær þegar líður á skiptingu kjarnans. Einnig myndast örpíplugeislar til allra átta út frá geislaskautunum. Deilikornin í geislaskautunum sjá um að færa litningana í sundur þannig að það fari heilt sett af litningum í hvora dótturfrumu. Í plöntufrumu eru engin deilikorn en í grófum dráttum fer frumuskipting eins fram.

Annað sem greinir á milli dýrafrumna og plöntufrumna eru frumulíffæri sem finnast aðeins í plöntufrumum. Þar má fyrst nefna frumuvegg.

Plöntufrumuveggur er utan um frumuhimnu plöntufrumu. Hann er mjög stinnur og kemur í staðinn fyrir stoðgrind, til dæmis beinagrind hryggdýra. Frumuveggur plantna er úr fjölsykrum og er beðmi (e. cellulose) mest áberandi. Það er frumuveggurinn sem gerir grænmeti, ávexti og kornmat harðan undir tönn. Það er einnig honum að þakka að plöntur standa uppréttar, þrátt fyrir að hafa ekki stoðgrind.

Annað frumulíffæri sem finnst í plöntufrumum er sérstök gerð af stórri, miðlægri safabólu sem inniheldur vatn. Hún er svo fyrirferðarmikil að hún fyllir því sem næst allt rýmið innan frumuhimnunnar og önnur frumulíffæri plöntufrumunnar finnast í grannri frymisrönd við yfirborð hennar. Vatnsþrýstingur innan safabólunnar þrýstir á frumuvegginn og á þátt í að gera plöntuna stinna, enda linast planta og hangir þegar safabólan skreppur saman vegna vatnsskorts.

Plöntufrumur innihalda einnig korn sem kölluð eru plastíð en þau er ekki að finna í dýrafrumum. Grænukorn eru þekktust plastíða. Þau eru oftast disklaga, um 5-8 míkrómetrar í þvermál og 2-4 míkrómetrar á þykkt. Dæmigerð plöntufruma hefur 20-40 grænukorn. Grænukorn eru, líkt og hvatberar, gerð úr tvöföldum himnum. Sú ytri er slétt en sú innri myndar flókið staflaskipulag svokallaðra grana. Líkja mætti grönum við hillur og innihalda þær græna litarefnið blaðgrænu sem beislar orku sólarljóssins. Einnig eru í grönum ýmis ensím og önnur prótín sem eru nauðsynleg við ljóstillífun. Grænukorn eru sem sagt aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri.

Önnur plastíð er einnig að finna í plöntufrumum, einkum þeim sem ekki ljóstillífa, til dæmis rótarfrumum. Þar má nefna mjölvakorn sem safna og geyma forðanæringu plantna, mjölva. Ennfremur eru til litkorn önnur en grænukorn, til dæmis korn sem innihalda rauð karótenoíð sem gefa blómum og aldin lit sinn. Nánar má lesa um litarefni plantna í svari við spurningunni Af hverju koma haustlitirnir? eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson.

Heimildir:

Mynd af deilikorni: Max-Planck-Institut für Biochemie

Mynd af beðmi: University of Bristol - Physics

Höfundur

Útgáfudagur

6.1.2003

Spyrjandi

Eyrún Einarsdóttir
Kristín Baldursdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2986.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 6. janúar). Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2986

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2986>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra.

Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sínu. Deilikornin eru tvö og í rafeindasmásjá kemur í ljós að þau eru örpíplusívalningar sem liggja hornrétt á hvor annan. Í upphafi frumuskiptingar þegar geislaskautið skiptir sér tvöfaldast deilikornin og fer eitt par í hvort geislaskaut, en geislaskautin fara síðan sitt hvorum megin við kjarnann. Á milli þeirra myndast spóla úr örpíplum og raðast litningar frumunnar á þær þegar líður á skiptingu kjarnans. Einnig myndast örpíplugeislar til allra átta út frá geislaskautunum. Deilikornin í geislaskautunum sjá um að færa litningana í sundur þannig að það fari heilt sett af litningum í hvora dótturfrumu. Í plöntufrumu eru engin deilikorn en í grófum dráttum fer frumuskipting eins fram.

Annað sem greinir á milli dýrafrumna og plöntufrumna eru frumulíffæri sem finnast aðeins í plöntufrumum. Þar má fyrst nefna frumuvegg.

Plöntufrumuveggur er utan um frumuhimnu plöntufrumu. Hann er mjög stinnur og kemur í staðinn fyrir stoðgrind, til dæmis beinagrind hryggdýra. Frumuveggur plantna er úr fjölsykrum og er beðmi (e. cellulose) mest áberandi. Það er frumuveggurinn sem gerir grænmeti, ávexti og kornmat harðan undir tönn. Það er einnig honum að þakka að plöntur standa uppréttar, þrátt fyrir að hafa ekki stoðgrind.

Annað frumulíffæri sem finnst í plöntufrumum er sérstök gerð af stórri, miðlægri safabólu sem inniheldur vatn. Hún er svo fyrirferðarmikil að hún fyllir því sem næst allt rýmið innan frumuhimnunnar og önnur frumulíffæri plöntufrumunnar finnast í grannri frymisrönd við yfirborð hennar. Vatnsþrýstingur innan safabólunnar þrýstir á frumuvegginn og á þátt í að gera plöntuna stinna, enda linast planta og hangir þegar safabólan skreppur saman vegna vatnsskorts.

Plöntufrumur innihalda einnig korn sem kölluð eru plastíð en þau er ekki að finna í dýrafrumum. Grænukorn eru þekktust plastíða. Þau eru oftast disklaga, um 5-8 míkrómetrar í þvermál og 2-4 míkrómetrar á þykkt. Dæmigerð plöntufruma hefur 20-40 grænukorn. Grænukorn eru, líkt og hvatberar, gerð úr tvöföldum himnum. Sú ytri er slétt en sú innri myndar flókið staflaskipulag svokallaðra grana. Líkja mætti grönum við hillur og innihalda þær græna litarefnið blaðgrænu sem beislar orku sólarljóssins. Einnig eru í grönum ýmis ensím og önnur prótín sem eru nauðsynleg við ljóstillífun. Grænukorn eru sem sagt aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri.

Önnur plastíð er einnig að finna í plöntufrumum, einkum þeim sem ekki ljóstillífa, til dæmis rótarfrumum. Þar má nefna mjölvakorn sem safna og geyma forðanæringu plantna, mjölva. Ennfremur eru til litkorn önnur en grænukorn, til dæmis korn sem innihalda rauð karótenoíð sem gefa blómum og aldin lit sinn. Nánar má lesa um litarefni plantna í svari við spurningunni Af hverju koma haustlitirnir? eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson.

Heimildir:

Mynd af deilikorni: Max-Planck-Institut für Biochemie

Mynd af beðmi: University of Bristol - Physics...