Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?

Jón Már Halldórsson

Sjávardýr það sem á ensku kallast krill (Euphausia superba) og er mikilvæg fæða sumra mörgæsategunda hefur venjulega verið kallað kríli á íslensku eða suðurhafskríli en einnig hafa líffræðingar kallað tegundina suðurhafsljósátu. Undirritaður hefur vanist seinna nafninu og mun nota það í þessu svari.

Suðurhafsljósátan (Euphausia superba) er um 6 cm löng og allt að 2 g að þyngd.

Ljósáta er smávaxið krabbadýr sem heldur sig í efstu lögum sjávar. Helsta fæða hennar eru sviflægir þörungar en sjálf er ljósátan mikilvægasta fæða margra tegunda ofar í fæðukeðjunni svo sem fiska og ekki síst hvala en hinar ýmsu tegundir ljósátu eru meðal lykilfæðutegunda flestra reyðarhvala (Balaenopteridae).

Suðurhafsljósátan hefur mikið vægi í vistkerfi Suðurhafanna. Hún er meðal annars undirstöðufæða fyrir mikla mergð stórhvala sem leita á hafsvæðin við Suðurskautslandið á sumrin auk þess sem selir og fjöldi sjávardýra byggja tilveru sína beint og óbeint á þessu eina krabbadýri.

Suðurhafsljósátan er ekki stórt dýr en þó nokkuð stór af ljósátu að vera. Hún er um 6 cm á lengd og vegur aðeins um 2 grömm. Þegar mest er um tegundina á sumrin er talið að heildarmagnið sé um 500 milljónir tonna. Það eru um það bil 250 billjónir (250.000.000.000.000) einstaklinga sé miðað við 2 gramma þyngd. Suðurhafsljósátan er þannig líklega ein einstaklingsríkasta tegund dýra á jörðinni.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.8.2012

Síðast uppfært

3.5.2017

Spyrjandi

Sveinn Þór Þorvaldsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62560.

Jón Már Halldórsson. (2012, 23. ágúst). Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62560

Jón Már Halldórsson. „Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62560>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?
Sjávardýr það sem á ensku kallast krill (Euphausia superba) og er mikilvæg fæða sumra mörgæsategunda hefur venjulega verið kallað kríli á íslensku eða suðurhafskríli en einnig hafa líffræðingar kallað tegundina suðurhafsljósátu. Undirritaður hefur vanist seinna nafninu og mun nota það í þessu svari.

Suðurhafsljósátan (Euphausia superba) er um 6 cm löng og allt að 2 g að þyngd.

Ljósáta er smávaxið krabbadýr sem heldur sig í efstu lögum sjávar. Helsta fæða hennar eru sviflægir þörungar en sjálf er ljósátan mikilvægasta fæða margra tegunda ofar í fæðukeðjunni svo sem fiska og ekki síst hvala en hinar ýmsu tegundir ljósátu eru meðal lykilfæðutegunda flestra reyðarhvala (Balaenopteridae).

Suðurhafsljósátan hefur mikið vægi í vistkerfi Suðurhafanna. Hún er meðal annars undirstöðufæða fyrir mikla mergð stórhvala sem leita á hafsvæðin við Suðurskautslandið á sumrin auk þess sem selir og fjöldi sjávardýra byggja tilveru sína beint og óbeint á þessu eina krabbadýri.

Suðurhafsljósátan er ekki stórt dýr en þó nokkuð stór af ljósátu að vera. Hún er um 6 cm á lengd og vegur aðeins um 2 grömm. Þegar mest er um tegundina á sumrin er talið að heildarmagnið sé um 500 milljónir tonna. Það eru um það bil 250 billjónir (250.000.000.000.000) einstaklinga sé miðað við 2 gramma þyngd. Suðurhafsljósátan er þannig líklega ein einstaklingsríkasta tegund dýra á jörðinni.

Mynd:...