Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum?

EDS

Í stuttu máli sagt sjá steinar í melónum til þess að nýjar melónuplöntur geti orðið til.

Steinar í melónum eru fræ.

Steinarnir í melónum eru fræ alveg eins og steinarnir í eplum, appelsínum og öðrum ávöxtum. Melónan sjálf er aldin eða ávöxtur plöntunnar sem hún vex á. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldinum er yfirleitt skipt í tvær megingerðir, kjötaldin og þurraldin. Melónur eru dæmi um kjötaldin. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar? Þar segir meðal annars:

Kjötaldin eru að meginhluta mjúk og safarík en fræ þeirra eru hörð og langoftast í miðju aldininu. Kjötaldin laða að sér dýr, til dæmis fugla eða spendýr, sem rífa aldinið af plöntunni, éta aldinkjötið og skilja fræin eftir. Þannig dreifast fræin frá móðurplöntunni. Stundum eru fræin líka étin en þau þola vel meltingu. Þá koma þau út með saur og fá þannig áburð í kaupbæti. Áburðurinn hjálpar þeim fyrstu skrefin, þegar þau taka að spíra og festa rætur.

Ef við tökum vatnsmelónu sem dæmi þá eru fræ hennar, eða steinarnir, svört að lit og venjulega nokkur hundruð í hverri melónu. Einnig má oft finna litla hvíta steina en þeir eru ekki raunveruleg fræ heldur hylki sem ættu að umlykja fræ en eru tóm. Það eru líka til frælaus afbrigði af vatnsmelónu en í þeim er þó að finna þessi hvítu hylki.

Sumir borða ekki melónusteinana en það er allt í lagi að gera það og reyndar eru melónusteinar orkuríkir og fullir af næringarefnum. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Má borða fræin úr vatnsmelónum?

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.5.2015

Spyrjandi

Baggalá (Jens Pétur), Leikskólinn Álfaberg

Tilvísun

EDS. „Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69952.

EDS. (2015, 6. maí). Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69952

EDS. „Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69952>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum?
Í stuttu máli sagt sjá steinar í melónum til þess að nýjar melónuplöntur geti orðið til.

Steinar í melónum eru fræ.

Steinarnir í melónum eru fræ alveg eins og steinarnir í eplum, appelsínum og öðrum ávöxtum. Melónan sjálf er aldin eða ávöxtur plöntunnar sem hún vex á. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldinum er yfirleitt skipt í tvær megingerðir, kjötaldin og þurraldin. Melónur eru dæmi um kjötaldin. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar? Þar segir meðal annars:

Kjötaldin eru að meginhluta mjúk og safarík en fræ þeirra eru hörð og langoftast í miðju aldininu. Kjötaldin laða að sér dýr, til dæmis fugla eða spendýr, sem rífa aldinið af plöntunni, éta aldinkjötið og skilja fræin eftir. Þannig dreifast fræin frá móðurplöntunni. Stundum eru fræin líka étin en þau þola vel meltingu. Þá koma þau út með saur og fá þannig áburð í kaupbæti. Áburðurinn hjálpar þeim fyrstu skrefin, þegar þau taka að spíra og festa rætur.

Ef við tökum vatnsmelónu sem dæmi þá eru fræ hennar, eða steinarnir, svört að lit og venjulega nokkur hundruð í hverri melónu. Einnig má oft finna litla hvíta steina en þeir eru ekki raunveruleg fræ heldur hylki sem ættu að umlykja fræ en eru tóm. Það eru líka til frælaus afbrigði af vatnsmelónu en í þeim er þó að finna þessi hvítu hylki.

Sumir borða ekki melónusteinana en það er allt í lagi að gera það og reyndar eru melónusteinar orkuríkir og fullir af næringarefnum. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Má borða fræin úr vatnsmelónum?

Mynd:

...