Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4932 svör fundust
Hvaða gildi hafa dagdraumar?
Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...
Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...
Er guðlast bannað með lögum?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...
Er hægt að sanna að guð sé til?
Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...
Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?
Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna. Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gja...
Hver er uppruni orðsins krakki?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Hvaða typpi er uppi á honum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...
Hverjum er hægt að bjóða birginn?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...
Hvers konar sjón er nasasjón?
Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...
Er eitthvað vitað um jólasveininn Kattarvala sem sagt er frá í þjóðsögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir? Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grei...
Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?
Vísindamenn ganga yfirleitt út frá því að orsakalögmálið sé algilt. Við trúum því að sömu orsakir leiði alltaf til sömu afleiðingar og við ályktum oft um orsakir út frá afleiðingum sem við sjáum. Við tökum líka með varúð öllu sem fyrir ber ef það á sér ekki orsakir sem við þekkjum eða skiljum. Óvissulögmál Heisenb...
Hver er siðferðilegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er siðferðislegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna í ríkjum þar sem það er heimilt? Hvert er ferli þess háttar dóma í Bandaríkjunum? Hvað þarf til að slíkum dómi verði fullnægt?Ein helstu rökin fyrir refsingum eru þau að sakamaðurinn eigi refsinguna skilið. Sú kenning se...
Er biblían „orð Guðs” samkvæmt kenningum hinnar íslensku þjóðkirkju?
Biblía er grískt orð og þýðir „bækur”. Biblían telur líka margar bækur eða alls 66, og raunar 77 ef apókrýfar-bækur Gamla testamentisins eru taldar með. Þessar bækur eru frá mörgum mismunandi tímum og eru mjög fjölbreyttar að innihaldi. Kristnir menn skipta Biblíunni í tvo hluta, Gamla testamentið annars vegar og ...
Hvað er raunverulegt?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....