Í Íslenskum þjóðsögum (Íslenskar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon) er minnst á jólasveininn Kattarvala. Er eitthvað vitað hvaðan þetta nafn kemur eða hvað það þýðir?Afar lítið er vitað um jólasveininn Kattarvala. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði góða grein um nöfn jólasveinanna og birti í vefriti Nafnfræðifélagsins, Nefni, sem vistað er hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í greininni er Kattarvali nefndur og um hann segir Árni: „Á Austurlandi voru til sagnir um sérstakan hóp jólasveina, sem ekki komu ofan af fjöllum, heldur utan af hafi. Þær eru skráðar í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Aðeins einn þeirra er nafngreindur og heitir Kattarvali (III:196).“

Kattarvali tilheyrði sérstökum hópi jólasveina sem komu utan af hafi. Á myndinni sjást Pottaskefill og Grýla.
- Árni Björnsson. 2003. Nöfn jólasveinanna. Nefnir. Vefrit nafnfræðifélagsins (arnastofnun.is). Sótt 25. desember 2016.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Þjóðminjasafn Íslands. (Sótt 09.01.2017).