Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar sjón er nasasjón?

Guðrún Kvaran

Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):
sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá.

Elst dæmi um nasavit í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr handriti frá 1676–1677:
ad eg j þessu tüngu mäle er jnne borinn og barnfæddur edur og hier af lijtinn smeck og nasavit þeiged.

Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er dæmi um nasasýn. Skýringin er á dönsku „de Blindes skarpe Lugt, hvorved Synets Mangel erstattes“ (það er hið skarpa lyktarskyn blindra sem kemur í stað sjónar).

Öll orðin nasavit, nasasýn, nasasjón og nasaþefur vísa til nefsins sem eins skilningarvitanna.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um nasasjón er úr tímaritinu Minnsverð tíðindi frá lokum 18. aldar:

mættu ad minnsta kosti skírleiks menn hjá oss nockra nasasjón fá af vidlíkum annála- og sagnafrædum.

Sömu merkingar og nasasjón er nasaþefur ‘yfirborðsþekking, óljós þekking’. Elsta dæmið í Ritmálssafninu er reyndar að hafa nasaþef um en merkingin er hin sama.

að þeir […] hafi þegar haft þann nasaþef um framferði þessa bindindismanns […] sem eg síðar komst á snoðir um.

Öll orðin nasavit, nasasýn, nasasjón og nasaþefur vísa til nefsins sem eins skilningarvitanna. Jón Friðjónsson telur í Mergi málsins (2006:620) að fornmálsdæmið nasavit samsvari orðinu nasaþefur ‘veikur þefur’ og að nasasjón ‘veik sjón’ sé afbrigði af því

Heimildir:

  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ.
  • Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
  • ONS: Johan Fritzner. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Andet Bind. Hl-P.
  • Den norske forlagsforening. Kristiania.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.8.2021

Síðast uppfært

23.8.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar sjón er nasasjón?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2021, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82002.

Guðrún Kvaran. (2021, 20. ágúst). Hvers konar sjón er nasasjón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82002

Guðrún Kvaran. „Hvers konar sjón er nasasjón?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2021. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82002>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar sjón er nasasjón?
Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):

sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá.

Elst dæmi um nasavit í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr handriti frá 1676–1677:
ad eg j þessu tüngu mäle er jnne borinn og barnfæddur edur og hier af lijtinn smeck og nasavit þeiged.

Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er dæmi um nasasýn. Skýringin er á dönsku „de Blindes skarpe Lugt, hvorved Synets Mangel erstattes“ (það er hið skarpa lyktarskyn blindra sem kemur í stað sjónar).

Öll orðin nasavit, nasasýn, nasasjón og nasaþefur vísa til nefsins sem eins skilningarvitanna.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um nasasjón er úr tímaritinu Minnsverð tíðindi frá lokum 18. aldar:

mættu ad minnsta kosti skírleiks menn hjá oss nockra nasasjón fá af vidlíkum annála- og sagnafrædum.

Sömu merkingar og nasasjón er nasaþefur ‘yfirborðsþekking, óljós þekking’. Elsta dæmið í Ritmálssafninu er reyndar að hafa nasaþef um en merkingin er hin sama.

að þeir […] hafi þegar haft þann nasaþef um framferði þessa bindindismanns […] sem eg síðar komst á snoðir um.

Öll orðin nasavit, nasasýn, nasasjón og nasaþefur vísa til nefsins sem eins skilningarvitanna. Jón Friðjónsson telur í Mergi málsins (2006:620) að fornmálsdæmið nasavit samsvari orðinu nasaþefur ‘veikur þefur’ og að nasasjón ‘veik sjón’ sé afbrigði af því

Heimildir:

  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ.
  • Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
  • ONS: Johan Fritzner. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Andet Bind. Hl-P.
  • Den norske forlagsforening. Kristiania.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Mynd:...