sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá.Elst dæmi um nasavit í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr handriti frá 1676–1677:
ad eg j þessu tüngu mäle er jnne borinn og barnfæddur edur og hier af lijtinn smeck og nasavit þeiged.Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er dæmi um nasasýn. Skýringin er á dönsku „de Blindes skarpe Lugt, hvorved Synets Mangel erstattes“ (það er hið skarpa lyktarskyn blindra sem kemur í stað sjónar).
mættu ad minnsta kosti skírleiks menn hjá oss nockra nasasjón fá af vidlíkum annála- og sagnafrædum.Sömu merkingar og nasasjón er nasaþefur ‘yfirborðsþekking, óljós þekking’. Elsta dæmið í Ritmálssafninu er reyndar að hafa nasaþef um en merkingin er hin sama.
að þeir […] hafi þegar haft þann nasaþef um framferði þessa bindindismanns […] sem eg síðar komst á snoðir um.Öll orðin nasavit, nasasýn, nasasjón og nasaþefur vísa til nefsins sem eins skilningarvitanna. Jón Friðjónsson telur í Mergi málsins (2006:620) að fornmálsdæmið nasavit samsvari orðinu nasaþefur ‘veikur þefur’ og að nasasjón ‘veik sjón’ sé afbrigði af því Heimildir:
- Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ.
- Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
- ONS: Johan Fritzner. 1891. Ordbog over det gamle norske Sprog. Andet Bind. Hl-P.
- Den norske forlagsforening. Kristiania.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Big Nose Free Stock Photo - Public Domain Pictures. (Sótt 10.08.2021).