Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1485 svör fundust
Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?
Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...
Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?
Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...
Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur?
Stutta svarið er: Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar mjólkurvörur, enda er næringarinnihald beggja tegunda mjög svipað. Laktósafríar mjólkurvörur eru þó ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol. Mjólkurvörur innihalda ýmis orku- og næringarefni. Þar á meðal er mjólkursykur...
Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?
Það er rétt að staðaltími á Indlandi (e. Indian Standard Time) er fimm og hálfum tíma á undan alþjóðlegum staðaltíma eða alheimstíma, táknað UTC +05:30 (UTC er alþjóðleg skammstöfun fyrir alheimstíma). Þótt heimildir segi það ekki berum orðum má reikna með að þetta hafi þótt skynsamlegt viðmið fyrst á annað borð v...
Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...
Hver fann upp blindraletrið?
Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum: Hvernig er stafrófið á blindraletri? Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út? Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið e...
Hver fann upp fyrstu prentvélina?
Þjóðverjinn Johannes Gutenberg (um 1400–1468, ýmist Johannes eða Johann í heimildum) er venjulega talinn upphafsmaður prentlistarinnar, það er að segja þeirrar aðferðar að prenta með lausaletri og í pressu. Reyndar var búið að prenta í margar aldir áður en hann Gutenberg kom til sögunnar, til dæmis í Kína og Kóreu...
Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?
Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvað verður um frumur sem deyja?
Upprunalega var spurningin svona:Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu frá einum 5 ára "Hvað verður um frumur sem deyja?"Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er frumudauði? Stöðug endurnýjun á sér stað á frumum í mannslíkamanum; frumur skipta sér til þess að viðhalda starfsemi í vefjum á meðan aðrar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...
Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...
Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?
Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?
Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins. R...