Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma?Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá Landlæknisembættisins sem er í umsjá Hjartaverndar og nær til allra tilfella kransæðasjúkdóms á landinu meðal karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára, hefur nýgengi kransæðasjúkdóms lækkað um 65% frá 1981-2007 eða að jafnaði um 3,8% á ári.

Mynd 1. Aldursstaðlað nýgengi kransæðasjúkdóms meðal 25-74 ára íslenskra karla og kvenna á tímabilinu 1981-2007.

Mynd 2. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu. Tölur eiga við 2010-2012 hjá flestum löndum en 2009 fyrir Ísland.
- ^ Aspelund T. et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. PLoS ONE 5(11).
- ^ Nichols M, Townsend N, Scarborough P, Rayner M. Cardiovascular disease in Europe 2014: epidemiological update. Eur Heart J. 35(42):2950-9.
- Hjartavernd 2015.
- Mynd unnin upp úr Nichols 2014.