Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara í skurðaðgerð og vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga.

Í meistaranáminu rannsakaði Herdís fyrirtíðaspennu ásamt teymi prófessors Nancy E. Reame við Háskólann í Ann Arbor, Michigan. Hún hélt þeim rannsóknum áfram í doktorsnámi við Háskólann í Umeå ásamt prófessorunum Torbjörn Bäckström og Astrid Norberg. Það varð upphafið á frekari rannsóknum á heilbrigði kvenna og hefur Herdís beint sjónum sínum að blæðingaskeiði kvenna, frá fyrstu blæðingum að tíðahvörfum. Markmiðið hefur verið að skoða áhrif blæðinga á líf og líðan kvenna, bæði með eigindlegri og megindlegri aðferðafræði. Nýjustu rannsóknir Herdísar á þessu sviði hafa snúið að sjálfshlutgervingu kvenna, heilsutengdum lífsgæðum þeirra og blæðingasögu.

Meginviðfangsefni Herdísar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara í skurðaðgerð og vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga.

Markmið rannsókna Herdísar á skurðaðgerðarsjúklingum hefur verið að skoða einkenni sjúklinganna, áhrif aðgerðanna á aðstæður þeirra og bataferlið í heild í þeim tilgangi að greina þegar í sjúkrahússdvöl hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að gera batann sem farsælastan. Hún hefur unnið fjölmargar rannsóknir með samstarfsfólki sínu sem snúa meðal annars að verkjum, kvíða, þunglyndi, svefni og öryggi skurðsjúklinga.

Herdís var formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1999 til 2003. Þá vaknaði áhugi hennar á vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og hafa rannsóknir hennar beinst að því að skoða samspil vinnuumhverfis, inntaks starfsins, stjórnunar, starfsánægju og streitu auk þess að skoða hvernig hjúkrunarfræðingar takast á við breytilegt starfsumhverfi sitt. Nýjustu rannsóknir Herdísar á þessu sviði snúa að færni hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðinga sem veita bráðaþjónustu á landsbyggðinni. Þá vinnur nú hún að samevrópskri rannsókn á því hvernig færni hjúkrunarnema þróast frá síðasta ári í hjúkrunarnámi þar til ári eftir útskrift.

Herdís er fædd árið 1956, varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1981, meistarprófi frá Háskólanum í Michigan 1987 og doktorsprófi frá Háskólanum í Umeå í Svíþjóð í árið 2000. Herdís hefur skrifað vel á annað hundrað greinar um viðfangsefni sín og ritstýrt ein og ásamt öðrum meðal annars bókunum Við góða heilsu: Konur og heilbrigði í nútímasamfélagi; Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir; Hjúkrun aðgerðasjúklinga II. Um hjúkrun sjúklinga á skurðdeild og Framtíðarsýn innan heilsugæslunnar.

Mynd:
  • Úr safni HS.

Útgáfudagur

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75769.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75769

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara í skurðaðgerð og vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga.

Í meistaranáminu rannsakaði Herdís fyrirtíðaspennu ásamt teymi prófessors Nancy E. Reame við Háskólann í Ann Arbor, Michigan. Hún hélt þeim rannsóknum áfram í doktorsnámi við Háskólann í Umeå ásamt prófessorunum Torbjörn Bäckström og Astrid Norberg. Það varð upphafið á frekari rannsóknum á heilbrigði kvenna og hefur Herdís beint sjónum sínum að blæðingaskeiði kvenna, frá fyrstu blæðingum að tíðahvörfum. Markmiðið hefur verið að skoða áhrif blæðinga á líf og líðan kvenna, bæði með eigindlegri og megindlegri aðferðafræði. Nýjustu rannsóknir Herdísar á þessu sviði hafa snúið að sjálfshlutgervingu kvenna, heilsutengdum lífsgæðum þeirra og blæðingasögu.

Meginviðfangsefni Herdísar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara í skurðaðgerð og vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga.

Markmið rannsókna Herdísar á skurðaðgerðarsjúklingum hefur verið að skoða einkenni sjúklinganna, áhrif aðgerðanna á aðstæður þeirra og bataferlið í heild í þeim tilgangi að greina þegar í sjúkrahússdvöl hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að gera batann sem farsælastan. Hún hefur unnið fjölmargar rannsóknir með samstarfsfólki sínu sem snúa meðal annars að verkjum, kvíða, þunglyndi, svefni og öryggi skurðsjúklinga.

Herdís var formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1999 til 2003. Þá vaknaði áhugi hennar á vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og hafa rannsóknir hennar beinst að því að skoða samspil vinnuumhverfis, inntaks starfsins, stjórnunar, starfsánægju og streitu auk þess að skoða hvernig hjúkrunarfræðingar takast á við breytilegt starfsumhverfi sitt. Nýjustu rannsóknir Herdísar á þessu sviði snúa að færni hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðinga sem veita bráðaþjónustu á landsbyggðinni. Þá vinnur nú hún að samevrópskri rannsókn á því hvernig færni hjúkrunarnema þróast frá síðasta ári í hjúkrunarnámi þar til ári eftir útskrift.

Herdís er fædd árið 1956, varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1981, meistarprófi frá Háskólanum í Michigan 1987 og doktorsprófi frá Háskólanum í Umeå í Svíþjóð í árið 2000. Herdís hefur skrifað vel á annað hundrað greinar um viðfangsefni sín og ritstýrt ein og ásamt öðrum meðal annars bókunum Við góða heilsu: Konur og heilbrigði í nútímasamfélagi; Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir; Hjúkrun aðgerðasjúklinga II. Um hjúkrun sjúklinga á skurðdeild og Framtíðarsýn innan heilsugæslunnar.

Mynd:
  • Úr safni HS.

...