Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4052 svör fundust

category-iconLandafræði

Í hvaða löndum eru konungsríki?

Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, jafnvel þó svo að þjóðhöfðinginn beri ekki alltaf titilinn konungur eða drottning. Dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán. Í konungdæmum hefur þjóðhöfðinginn venjulega hlotið tign sína í arf og þjónar þjóð sinni ævilangt ef h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?

Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?

Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, ...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju tala ekki allir sama tungumál?

Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...

category-iconUmhverfismál

Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?

Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, or...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti enska nafnið Randall verið skylt íslenska nafninu Randalín?

Enska nafnið Randall er miðaldamynd nafnsins Randolf sem er sett saman af orðunum rand ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ og wulf ‘úlfur’. Það missti snemma vinsældir sem eiginnafn en var tekið upp sem ættarnafn. Nú er það jafnt notað sem eigin- og ættarnafn. Nafnið Randalín var upphaflega dulnefni Áslaugar, dóttur ...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconTölvunarfræði

Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?

Fjölmargir hafa velt röðun stafanna á lyklaborðinu fyrir sér og leitað svara hjá Vísindavefnum. Aðrir spyrjendur voru: Árni Geir Ómarsson, Birgir Guðmundsson, Birgir Gylfason, Einar Þorvarðarson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björnsson, Gústi Linn, Ingibjörg Sölvadóttir,Oddur Sigurðsson, og Sigurbjörg Guðmundsdó...

category-iconTrúarbrögð

Tengjast vitringarnir þrír Kaspar, Melkíor og Baltasar þrettándanum?

Í hugum margra er þrettándinn fyrst og fremst síðasti dagur jóla, dagurinn þegar jólaskrautið er tekið niður, síðasti jólasveinninn fer heim til sín og allt sem jólunum fylgir lagt til hliðar fram að næstu aðventu. Þrettándinn er hins vegar ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um al...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk Húsvíkingum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?

Háskólalestin var á Húsavík síðustu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 30. fengu Húsvíkingar og aðrir gestir að spreyta sig á ýmsum þrautum og gátum, þar á meðal á svonefndri jafnvægisþraut og að setja saman tening. Jafnvægisþrautin felst í því að raða fimm jafnstórum trékubbum í lárétta röð þanni...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020?

Vísindavefur HÍ sló vikulegt aðsóknarmet sitt í marsmánuði 2020 - og það reyndar tvisvar sinnum. Í tólftu viku ársins (frá 16. mars til 22.) voru vikulegir notendur rúmlega 45.000 og höfðu aldrei verið fleiri. Í vikunni þar á eftir var metið strax slegið þegar vikulegir notendur mældust 49.850. Súlurit sem sýni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að klippa gull?

Orðasambandið að klippa gull er notað um hryssur. Þegar þær hafa kastað af sér þvagi opna þær og kipra burðarliðinn, það er að segja þær draga saman ytri hluta skapanna. Það er kallað að þær klippi gull. Mynd: HB...

category-iconSálfræði

Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...

Fleiri niðurstöður