Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?

Úlfar eru sennilega eitt útbreiddasta landrándýrið á jörðinni. Þeir geta lifað við mjög ólíkar aðstæður, allt frá köldum heimskautaeyjum suður til brennheitra eyðimarka Arabíuskagans. Það er því ekki ólíklegt að lítill úlfastofn gæti lifað hér á landi ef næg fæða er fyrir hendi. Úlfar þrífast við ýmiss konar að...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?

Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru sólgos og segulstormur?

Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi s...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur kórónuveiran sem veldur COVID-19 stökkbreyst og orðið hættulegri?

Í huga almennings eru stökkbreytingar oft tengdar við dramatískar breytingar og ofurkrafta. Persónur og ofurhetjur eins og Prófessor Xavier, Mystiqe/Raven og Caliban úr sögum og kvikmyndum um X-mennin eru allt dæmi um einstaklinga sem öðluðust sérstaka hæfileika vegna stökkbreytinga. Í raunveruleikanum eru stök...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er einræktun?

Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...

category-iconVísindi almennt

Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum?

Svar vísindanna um uppruna mannsins er skýrt og afdráttarlaust: Tegundin Homo sapiens, hinn viti borni maður, varð til með þróun eins og aðrar tegundir í lífríkinu, og menn og apar hafa þróast út frá sömu forfeðrum eða fyrirrennurum. Vísindin láta hins vegar hitt liggja milli hluta hvort eða að hvaða leyti þes...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?

Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir Bitis arietans á íslensku og hvað getið þið sagt mér um hana?

Hér er spurt um einn þekktasta snák Afríku. Á ensku kallast hann puff adder en á íslensku hefur hann verið nefndur hvæsir eða blísturnaðra (Bitis arietans eins og spyrjandi nefnir). Blísturnaðran finnst víða í Afríku, en það er aðeins á regnskógarsvæðum eða þurrustu eyðimörkum álfunnar sem hana er ekki að finn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?

Sævespur (Cubozoa) tilheyra fylkingu hveldýra eða holdýra (Cnidaria) líkt og kóraldýr (Anthozoa) og marglyttur (Scyphoza). Á ensku er þessi hópur hveldýra kallaðar 'box jellyfish' vegna teningslaga forms möttulsins. Sævespa (Chironex sp.) Nokkrar tegundir sævespa framleiða afar öflugt eitur. Þekktust þessara...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?

Aðrir spyrjendur eru: Kolbrún María, f. 1990, Ragnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Magnús Einarsson, Andreas Færseth og Guðlaug Erla, f. 1989. Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Flokkun Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðras...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?

Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum. Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, ste...

category-iconHeimspeki

Hvenær verður teinn að öxli?

Þessa spurningu má skilja á mismunandi vegu. Til dæmis ræðst það af því hvernig orðin teinn og öxull eru túlkuð. Sumir telja til dæmis að sverleiki ráði því hvort sívalningur kallast öxull eða teinn. Spurningunni um hvernig greina skuli öxla frá teinum með tilliti til sverleika hefur verið svarað hér af Ólafi Páli...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær maður æðaslit?

Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig sjá iguana-eðlur?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur? Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að ne...

category-iconStjórnmálafræði

Hvert er hlutverk Alþingis?

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...

Fleiri niðurstöður