Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Úlfar eru sennilega eitt útbreiddasta landrándýrið á jörðinni. Þeir geta lifað við mjög ólíkar aðstæður, allt frá köldum heimskautaeyjum suður til brennheitra eyðimarka Arabíuskagans. Það er því ekki ólíklegt að lítill úlfastofn gæti lifað hér á landi ef næg fæða er fyrir hendi.

Úlfar þrífast við ýmiss konar aðstæður og mögulega gæti lítill úlfastofn lifað hér á landi.

Ein helsta veiðibráð úlfa víða á norðurhjaranum eru hreindýr og þau finnast hér á landi á afmörkuðu svæði. Fátt annað í villtri íslenskri náttúru gæti haldið uppi heilbrigðum litlum stofni úlfa, nema kannski tilfallandi afrán á gæsum og úr hreiðrum æðarfugls.

Úlfar yrðu þó varla velkomnir hér þar sem þeir eru fyrirferðarmiklir afræningjar í þeim vistkerfum þar sem þeir lifa. Þeir myndu eflaust verða mikil plága fyrir sauðfjárbændur auk þess sem þeir myndu leggjast af krafti á hreindýrahjarðirnar á Austurlandi, svo mjög að sá hluti sem ætlaður er veiðimönnum mundi eflaust verða hraustlega skorinn niður með tilheyrandi tekjusamdrætti fyrir samfélagið fyrir austan.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.8.2013

Spyrjandi

Matthías Már Marteinsson, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65589.

Jón Már Halldórsson. (2013, 26. ágúst). Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65589

Jón Már Halldórsson. „Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65589>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?
Úlfar eru sennilega eitt útbreiddasta landrándýrið á jörðinni. Þeir geta lifað við mjög ólíkar aðstæður, allt frá köldum heimskautaeyjum suður til brennheitra eyðimarka Arabíuskagans. Það er því ekki ólíklegt að lítill úlfastofn gæti lifað hér á landi ef næg fæða er fyrir hendi.

Úlfar þrífast við ýmiss konar aðstæður og mögulega gæti lítill úlfastofn lifað hér á landi.

Ein helsta veiðibráð úlfa víða á norðurhjaranum eru hreindýr og þau finnast hér á landi á afmörkuðu svæði. Fátt annað í villtri íslenskri náttúru gæti haldið uppi heilbrigðum litlum stofni úlfa, nema kannski tilfallandi afrán á gæsum og úr hreiðrum æðarfugls.

Úlfar yrðu þó varla velkomnir hér þar sem þeir eru fyrirferðarmiklir afræningjar í þeim vistkerfum þar sem þeir lifa. Þeir myndu eflaust verða mikil plága fyrir sauðfjárbændur auk þess sem þeir myndu leggjast af krafti á hreindýrahjarðirnar á Austurlandi, svo mjög að sá hluti sem ætlaður er veiðimönnum mundi eflaust verða hraustlega skorinn niður með tilheyrandi tekjusamdrætti fyrir samfélagið fyrir austan.

Mynd: