Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1314 svör fundust
Hversu margir búa í Norður-Kóreu og hvaða aðilar veita upplýsingar um fólksfjölda þar?
Norður-Kórea er eitt lokaðasta ríki jarðar og erfitt er að nálgast traustar upplýsingar um land og þjóð. Það á jafnt við um lýðfræði (svo sem fólksfjöldi, fæðingartíðni, dánartíðni, fólksflutningar og svo framvegis) sem og önnur svið. Upplýsingar um fólksfjölda eru því ekki byggðar á opinberum tölum frá Norður-Kór...
Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?
Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...
Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?
Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...
Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?
Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræ...
Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7)
Skammstöfunin UTC er notuð fyrir tímakvarða sem á ensku kallast Coordinated Universal Time. UTC er sami tími og miðtími Greenwich (GMT eða Greenwich mean time) en það er einmitt sá tími sem notaður er á Íslandi. Þegar gefinn er upp tími á ákveðnum stað á jörðinni með því að nota UTC eru notuð + eða – tákn til...
Hvernig er hægt að aldursgreina fisk?
Hægt er að beita nokkrum aðferðum við aldursgreiningu á fiskum. Þær sem mest eru notaðar, meðal annars hér á landi, eru greiningar á hörðum líkamshlutum fisksins svo sem kvörnum og hreistri. Kvarnir eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Ár...
Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?
Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...
Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?
Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...
Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?
Þetta er erfið spurning og umdeild eins og gengur því að vísindamenn eru ekki allir eins, frekar en annað fólk. Sumir eru eldhugar og bjartsýnismenn og halda að við getum flutt til Mars; það sé „ekkert mál“ eins og nú tíðkast að segja. Aðrir eru „jarð“bundnari og telja öll tormerki á að við getum komist til annarr...
Hvernig var Curiosity lent á Mars?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?
Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...
Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?
Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á mi...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?
Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...