Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?

JGÞ

Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt.

Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum krafti við kjarnahvörfin rekast á sameindir í andrúmsloftinu. Í svari Ágústs Valfells við spurningunni Er einhver munur á hvort kjarnorkusprengja springur á jörðu niðri eða í geimnum? er þessu lýst svona:
Þetta veldur snarpri þéttingu sameinda út frá miðju sprengingarinnar. Svo ýta þessar sameindir á nágranna sína og svo koll af kolli. Þetta er einfaldlega lýsing á bylgjuhreyfingu. Þessi höggbylgja ferðast með hljóðhraða andrúmsloftsins og þrýstingsmunurinn yfir höggbylgjuna getur nægt til að fella mannvirki.

Margt fleira er ólíkt við kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðu niðri og hægt er að lesa nánar um það í fyrrnefndu svari.

Ljósmynd af kjarnorkusprengju í 400 km hæð, myndin er tekin úr flugvél.

Oft er miðað við að mörk lofthjúps jarðar og geimsins séu í um 100 km hæð. Allnokkrar kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar yfir þeim mörkum, sú hæsta árið 1958 í 540 km hæð og öflugasta sprengjan árið 1962 í 400 km hæð (1,5 megatonn).

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

17.2.2012

Spyrjandi

Gunnlaugur Steinn Steinsson, f. 1997, Árni Ívar Theodórsson

Tilvísun

JGÞ. „Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2012, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61946.

JGÞ. (2012, 17. febrúar). Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61946

JGÞ. „Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2012. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61946>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?
Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt.

Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum krafti við kjarnahvörfin rekast á sameindir í andrúmsloftinu. Í svari Ágústs Valfells við spurningunni Er einhver munur á hvort kjarnorkusprengja springur á jörðu niðri eða í geimnum? er þessu lýst svona:
Þetta veldur snarpri þéttingu sameinda út frá miðju sprengingarinnar. Svo ýta þessar sameindir á nágranna sína og svo koll af kolli. Þetta er einfaldlega lýsing á bylgjuhreyfingu. Þessi höggbylgja ferðast með hljóðhraða andrúmsloftsins og þrýstingsmunurinn yfir höggbylgjuna getur nægt til að fella mannvirki.

Margt fleira er ólíkt við kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðu niðri og hægt er að lesa nánar um það í fyrrnefndu svari.

Ljósmynd af kjarnorkusprengju í 400 km hæð, myndin er tekin úr flugvél.

Oft er miðað við að mörk lofthjúps jarðar og geimsins séu í um 100 km hæð. Allnokkrar kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar yfir þeim mörkum, sú hæsta árið 1958 í 540 km hæð og öflugasta sprengjan árið 1962 í 400 km hæð (1,5 megatonn).

Heimild og mynd:...