Þetta veldur snarpri þéttingu sameinda út frá miðju sprengingarinnar. Svo ýta þessar sameindir á nágranna sína og svo koll af kolli. Þetta er einfaldlega lýsing á bylgjuhreyfingu. Þessi höggbylgja ferðast með hljóðhraða andrúmsloftsins og þrýstingsmunurinn yfir höggbylgjuna getur nægt til að fella mannvirki.Margt fleira er ólíkt við kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðu niðri og hægt er að lesa nánar um það í fyrrnefndu svari.
- High-altitude nuclear explosion - Wikipedia, the free encyclopedia. Sótt 16.2.2012.