Ef tíminn á Hawaii er UTC–10 merkir það að draga þarf 10 klukkustundir frá UTC-tímanum. Á sama hátt þarf að bæta 7 klukkustundum við UTC-tímann í Víetnam. Tökum sem dæmi ef klukkan er 12 á hádegi samkvæmt UTC-tíma, þá er klukkan 2 að nóttu á Hawaii (12-10=2) og 19 (12+7=19) í Víetnam. Tímamunurinn á Hawaii og Víetnam er sem sagt 17 klukkustundir. Svarið við spurningunni er því að ef klukkan er 12 á hádegi á Hawaii þá er hún 5 að morgni næsta dags í Víetnam. Á vefnum er hægt að finna síður sem gera það mjög einfalt að bera saman tímann á mismunandi stöðum á jörðinni. Um það er fjallað í svari við spurningunni Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum? Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?
- Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?
- Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum?