Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?

Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?

Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...

category-iconSálfræði

Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?

Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna” sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis almennt álitnar forvitnari - í merkingunni rýnandi eða hnýsinn - en karlar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhr...

category-iconHugvísindi

Hvert var helsta hlutverk klaustra á miðöldum?

Hér verður aðallega fjallað um nunnuklaustrin tvö á Íslandi: Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðarklaustur. Frá því snemma á miðöldum voru klaustur helstu menningarstofnanir í Vestur-Evrópu. Þau geymdu og ávöxtuðu arf frá tímum Grikkja og Rómverja sem fléttaðist svo saman við kristnar kenningar. Sögur af helgum mö...

category-iconHugvísindi

Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?

Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver bjó til stafrófið?

Svo virðist sem stafróf hafi verið fundin upp á mörgum stöðum. Ian Watson segir í svari sínu við spurningunni Hver fann upp stafrófið? Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, virðist hafa komið upp og þróast sjálfstætt á þremur mismunandi stöðum, í Mið-Ameríku (fy...

category-iconKynjafræði

Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?

Á heimasíðunni Hinsegin frá Ö til A, þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um hinsegin málefni, er gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism eða homophobia) skilgreind á eftirfarandi máta: Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verður fýll allra fugla elstur?

Skoski fuglafræðingurinn George McKenzie (1928-1995) stundaði ítarlegar rannsóknir á fýlnum (l. Fulmarus glacialis) við Orkneyjar. Árið 1951 lét hann taka mynd af sér með fýl sem var merktur og því næst sleppt. Þrjátíu árum síðar fannst fýllinn aftur og lét McKenzie að því tilefni aftur taka mynd af sér og fuglinu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður hiksta og eru til einhverja góðar leiðir til þess að losna við hann?

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvers vegna fær maður hiksta? segir meðal annars:Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er ...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?

Orðið sneis þekkist þegar í fornu máli um trépinna eða mjóa grein. Í öðrum kafla Svarfdæla sögu segir til dæmis frá því er Þórólfur Þorgnýsson tók af sér sverð sitt og gaf Þorsteini bróður sínum. Sverðið þótti góður gripur. Þorsteinn tók við sverðinu lék það illa, rétti Þórólfi aftur og bað hann að láta sig hafa a...

category-iconHagfræði

Hvaða kostir og gallar fylgja afnámi verðtryggingar af húsnæðislánum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir eru kostir og gallar við afnám verðtryggingar á húsnæðislánum á Íslandi? Það er flestum á aldrinum milli 25 ára og 35 ára ofviða að greiða íbúðarhúsnæði út í hönd. Við því má bregðast með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi með því að leita á leigumarkað. Í öð...

category-iconLögfræði

Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?

Eitt af því sem einkennir nútímalýðræðisríki er að menn geti nýtt kosningarétt sinn, eins og þeir sjálfir kjósa, án þess að vera beittir þvingunum af hálfu annarra eða eiga á hættu að vera beittir einhvers konar viðurlögum, ef þeir greiða atkvæði á tiltekinn hátt. Af þeim sökum er svo fyrir mælt í 31. gr. stjórna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?

Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...

Fleiri niðurstöður