Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, virðist hafa komið upp og þróast sjálfstætt á þremur mismunandi stöðum, í Mið-Ameríku (fyrir um 2500 árum), Kína (fyrir yfir 3000 árum) og Austurlöndum nær (fyrir yfir 5000 árum).Ian segir enn fremur að stafrófið sem nú er notað hér á Íslandi hafi þróast úr forngrísku stafrófi. Það stafróf á svo rætur að rekja til leturs annarra fornra þjóða. Mynd:
- Wikimedia Commons. (Sótt 10.7.2018).
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.