Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1056 svör fundust
Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?
Hér skal reynt að gera samanburð á ólíkum eiginleikum Mongóla og Kínverja á 9.-13. öld, þá einkum hvað varðar lífsviðurværi, umhverfi og menningu. Eins og flestar þjóðir í norðurhluta Austur-Asíu voru Mongólar hirðingjar sem fluttu sig stöðugt á milli staða til að tryggja aðgang búfénaðar að góðum graslendum. T...
Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?
Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...
Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...
Hvernig er dýralíf í Rússlandi?
Það er hægara sagt en gert að gera almennilega grein fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi sem finnst innan landamæra Rússlands, enda er það stærsta land í heimi. Innan landamæra þess má finna flest helstu þurrlendisvistkerfi jarðar, allt frá túndrum til steppa og laufskóga. Nyrst í landinu eru mikil túndrusvæði. Þar f...
Af hverju er talað um að tunglið sé úr osti?
Sennilegustu skýringuna er að finna í ásýnd tunglsins. Fullt tunglið með gígum sínum er ekki ósvipað holóttum, kringlóttum osti. Kyrrláta kvöldstund, endur fyrir löngu, hefur einhver starað á tunglið og hugsað með sér: „Þetta er nú bara eins og ostur” og svo bent fleirum á þetta. Hitt er svo ekki ósennilegra að fl...
Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?
Svarið er örugglega að eftir að hafa skipt bæði um haus og skaft þá sitji maður uppi með nýjan hamar. En hvað ef við skiptum bara um skaft? Eða bara um haus? Þá vandast málið og svarið liggur alls ekki í augum uppi. Það sem meira er: Engin rannsókn á þessum hlutum getur svarað spurningunni um það hvenær við höfum ...
Fyrir hvað stendur JRR í nafni Tolkiens?
Tolkien hét fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien en af þessum nöfnum var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafn hans er þýskættað en föðurfjölskylda hans mun hafa flutt frá Saxlandi (Sachsen) til Englands á 18. öld. Sjálfur ...
Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?
Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars. Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast ...
Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?
Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...
Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?
Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...
Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?
Spyrjandi bætir við: Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma? Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar ...
Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?
Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...
Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?
Spurningin í heild var: Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims? Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar ...
Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...
Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðal...