Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er lambablóð í Guinness-bjór?

Vignir Már Lýðsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?
Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og því ekki að furða þótt ýmislegt hafi verið ritað eða sagt um mjöðinn sem ekki er endilega sannleikanum samkvæmt.

Sagt er að Guinness sé ígildi máltíðar, en það er alls ekki rétt.

Sögnin um að lambablóð sé í bjórnum er einnig flökkusaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Flökkusagan er á þess leið í einni gerð:
Fyrir langa löngu voru bruggkerin í aðalbruggverksmiðju Guinness á Írlandi opnuð og þurrkuð upp svo hægt væri að hreinsa þau. Þegar kerin voru þurr fundust dauðar rottur á kerbotninum og voru kerin þá umsvifalaust þrifin og í kjölfarið einangruð þannig að rottur kæmust ekki aftur inn í þau.

Eftir þetta fór almenningur hins vegar að kvarta sáran undan röngu bragði bjórsins. Forsvarsmenn verksmiðjunnar tóku þá upp á því að sía bjórinn í gegnum lambablóð til að reyna að fá rétta bragðið aftur og upp frá því hefur hann haldið sínu sérstaka bragði.
Þessi saga er uppspuni en það má skýra tilurð hennar sem tilraun til að færa í frásögn skýringu á bragði bjórsins.

Um næringargildi Guinness-bjórsins hefur einnig ýmislegt verið sagt sem ekki er rétt. Til dæmis er því stundum haldið fram að einn Guinness sé ígildi heillar máltíðar en það stenst þó ekki. Næringarinnihald hans er fremur lítið og orkan í hverjum 100 ml er um 30 kaloríur sem er þrisvar sinnum minna en í einum banana. Það þyrfti því að drekka sem svarar rúmum 300 ml af Guinness til að öðlast sömu orku og fengist úr 100 gramma banana.

Enn ein sögusögnin varðar járninnihald Guinness-bjórsins. Sjúklingum á Englandi sem skorti járn var stundum gefinn Guinness í þeirri trú að hann væri mjög járnríkur. Sannleikurinn er hins vegar sá að í einum hálfpotti (e. pint, sem er 0,568 l) eru einungis 0,3 mg af járni, en ráðlagður dagsskammtur er 11 til 18 mg. Meðaleinstaklingur þyrfti því að drekka sem svarar um 40-50 hálfpottum (um 25 lítrar) á dag til að fullnægja járnþörf líkamans. Guinness sem slíkur er því ekki besti kosturinn til að viðhalda eðlilegu járnmagni líkamans.

Það er aftur á móti ástæða fyrir hinum "hressandi" eiginleika Guinness sem nefndur er í spurningunni. Þann eiginleika öðlast drykkurinn við meðhöndlunina í bruggverksmiðjunni. Í bjórnum er ekki bara uppleyst koltvíoxíð (það er kolsýra) sem myndar froðuna heldur einnig niturgas. Nitrið gerir það að verkum að beita má meiri þrýstingi á vökvann og þar með fást smærri loftbólur sem skila sér í aukinni gæðafroðu og mýkra bragði. Jafnframt á brennslan á maltinu sem notað er sinn þátt í bragðinu, en dökki liturinn stafar einmitt af henni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um bjór:


Heimildir

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.8.2007

Spyrjandi

Burkni Helgason

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Er lambablóð í Guinness-bjór?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6782.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 30. ágúst). Er lambablóð í Guinness-bjór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6782

Vignir Már Lýðsson. „Er lambablóð í Guinness-bjór?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6782>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?
Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og því ekki að furða þótt ýmislegt hafi verið ritað eða sagt um mjöðinn sem ekki er endilega sannleikanum samkvæmt.

Sagt er að Guinness sé ígildi máltíðar, en það er alls ekki rétt.

Sögnin um að lambablóð sé í bjórnum er einnig flökkusaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Flökkusagan er á þess leið í einni gerð:
Fyrir langa löngu voru bruggkerin í aðalbruggverksmiðju Guinness á Írlandi opnuð og þurrkuð upp svo hægt væri að hreinsa þau. Þegar kerin voru þurr fundust dauðar rottur á kerbotninum og voru kerin þá umsvifalaust þrifin og í kjölfarið einangruð þannig að rottur kæmust ekki aftur inn í þau.

Eftir þetta fór almenningur hins vegar að kvarta sáran undan röngu bragði bjórsins. Forsvarsmenn verksmiðjunnar tóku þá upp á því að sía bjórinn í gegnum lambablóð til að reyna að fá rétta bragðið aftur og upp frá því hefur hann haldið sínu sérstaka bragði.
Þessi saga er uppspuni en það má skýra tilurð hennar sem tilraun til að færa í frásögn skýringu á bragði bjórsins.

Um næringargildi Guinness-bjórsins hefur einnig ýmislegt verið sagt sem ekki er rétt. Til dæmis er því stundum haldið fram að einn Guinness sé ígildi heillar máltíðar en það stenst þó ekki. Næringarinnihald hans er fremur lítið og orkan í hverjum 100 ml er um 30 kaloríur sem er þrisvar sinnum minna en í einum banana. Það þyrfti því að drekka sem svarar rúmum 300 ml af Guinness til að öðlast sömu orku og fengist úr 100 gramma banana.

Enn ein sögusögnin varðar járninnihald Guinness-bjórsins. Sjúklingum á Englandi sem skorti járn var stundum gefinn Guinness í þeirri trú að hann væri mjög járnríkur. Sannleikurinn er hins vegar sá að í einum hálfpotti (e. pint, sem er 0,568 l) eru einungis 0,3 mg af járni, en ráðlagður dagsskammtur er 11 til 18 mg. Meðaleinstaklingur þyrfti því að drekka sem svarar um 40-50 hálfpottum (um 25 lítrar) á dag til að fullnægja járnþörf líkamans. Guinness sem slíkur er því ekki besti kosturinn til að viðhalda eðlilegu járnmagni líkamans.

Það er aftur á móti ástæða fyrir hinum "hressandi" eiginleika Guinness sem nefndur er í spurningunni. Þann eiginleika öðlast drykkurinn við meðhöndlunina í bruggverksmiðjunni. Í bjórnum er ekki bara uppleyst koltvíoxíð (það er kolsýra) sem myndar froðuna heldur einnig niturgas. Nitrið gerir það að verkum að beita má meiri þrýstingi á vökvann og þar með fást smærri loftbólur sem skila sér í aukinni gæðafroðu og mýkra bragði. Jafnframt á brennslan á maltinu sem notað er sinn þátt í bragðinu, en dökki liturinn stafar einmitt af henni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um bjór:


Heimildir

Mynd: