Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 217 svör fundust
Hvað éta hýenur?
Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna. Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækif...
Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?
Líparít eða ljósgrýti kallast rhyolite á ensku. Í seinni tíð er farið að nefna það rhýólít eða ríólít á íslensku vegna þess að hið upprunalega líparít – kísilríkt gosberg á eynni Líparí norðan við Sikiley — hefur aðra efnasamsetningu en hið íslenska. Líparít er venjulega ljóst á lit, grátt, gulleit eða bleik...
Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...
Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?
Síld er svokallaður torfufiskur. Í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Síldartorfur hreyfast líkt og um eina sjálfstæða lífveru væri að ræða. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?. Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér af hver...
Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?
Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...
Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?
SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...
Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða dýr eru núna í útrýmingarhættu? Höfundur þessa svars hefur þegar svarað nokkrum spurningum á Vísindavefnum um sjaldgæf dýr og dýr í útrýmingarhættu:Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?Hvaða sjávardýr...
Hvað er sólarexem?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Af hverju fær fólk sólarexem?Er hægt að koma í veg fyrir sólarexem? Útbrotum sem við fáum af sólarljósi er oft skipt í tvo flokka, sólarofnæmi og sólarexem. Ekki er hægt að hafa ofnæmi fyrir sólarljósinu sem slíku en sólin getur haft þannig áhrif á sum efni (málma og f...
Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?
Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...
Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?
Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. N...
Hvers vegna góla úlfar upp í tunglið?
Úlfar eru félagsverur og lifa venjulega í hópum. Kjarni hópsins er yfirleitt eitt par og afkvæmi þess. Afkvæmin staldra misjafnlega lengi við hjá foreldrum sínum. Sum fara að heiman á fyrsta vetri, önnur á öðrum vetri eða seinna, en úlfar verða kynþroska á öðrum vetri. Því eru yfirleitt nokkur fullvaxin afkvæmi m...
Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?
Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...
Hvað eru margar tegundir villtra spendýra á Íslandi og hvað heita þær?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Harðar Guðjónssonar Hvert er sjaldgæfasta spendýr Íslands? Tófa (Alopex lagopus). Alls eru sex tegundir villtra landspendýra á Íslandi auk þess sem tvær tegundir sela kæpa meðfram ströndum landsins. Tegundirnar eru:Tófa (Alopex lagopus) Minkur (Mustela vison) Hr...
Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...