Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er baunakaffi?

Gunnlaugur Ingólfsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til úr kaffibaunum (án kaffibætis)', en hefði mátt orðast skýrar.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru nokkur dæmi um orðið baunakaffi allt frá fyrsta fjórðungi 20. aldar og síðan, en af dæmunum verður ekki séð nákvæmlega hvað um er að ræða:
  • ef úr því verður skaltu fá marga bolla af lútsterku baunakaffi í veislunni.
  • hellti hún ofan í hann lútsterku baunakaffi með kamfúrudropum út í.
  • Baunakaffi þótti best, en þá þurfti mikið af baunum.

Í talmálssafni Orðabókarinnar eru einungis tvö dæmi um orðið baunakaffi. Þau eru bæði höfð eftir norðlenskum heimildarmönnum og annar þeirra segir að baunakaffi hafi verið án exports eða kaffibætis.

Kaffi án kaffibætis var stundum kallað baunakaffi.

Áður fyrr var þurrkuð, rist og mulin sikkorírót notuð til að drýgja kaffið. Henni var blandað saman við malað kaffi, stundum allt að því til helminga. Hún var ýmist kölluð kaffirót eða rót, enn fremur kaffibætir, en í munni manna var hún almennt nefnd export því að hún fluttist (einkum frá Englandi) í sívölum, spannarlöngum umbúðum sem utan á stóð meðal annars Export, það er 'útflutningur, útflutningsvara, til útflutnings'. Þegar ástæða þótti til að gera sér dagamun eða gera vel við gesti voru einungis notaðar malaðar kaffibaunir, oft af nýristuðum baunum, en rótinni sleppt. Þá var talað um baunakaffi. Með tímanum dró úr exportsnotkuninni, innflutningur dróst saman og export „hætti að flytjast“. Þar með hvarf þörfin fyrir að greina að kaffi eftir því hvort export var notað eður ei og jafnframt tók að fyrnast yfir orðanotkunina svo að sjaldgæft mun að heyra orðið baunakaffi lengur.

Heimildir og mynd:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
  • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Önnur útgáfa, aukin og bætt. Rvík 1983.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. Rvík 2002.
  • Mynd: Study Says Coffee May Increase Longevity | Modern Antiaging. (Sótt 12.9.2012).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

rannsóknardósent á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

17.9.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hvað er baunakaffi?“ Vísindavefurinn, 17. september 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63190.

Gunnlaugur Ingólfsson. (2012, 17. september). Hvað er baunakaffi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63190

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hvað er baunakaffi?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63190>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til úr kaffibaunum (án kaffibætis)', en hefði mátt orðast skýrar.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru nokkur dæmi um orðið baunakaffi allt frá fyrsta fjórðungi 20. aldar og síðan, en af dæmunum verður ekki séð nákvæmlega hvað um er að ræða:
  • ef úr því verður skaltu fá marga bolla af lútsterku baunakaffi í veislunni.
  • hellti hún ofan í hann lútsterku baunakaffi með kamfúrudropum út í.
  • Baunakaffi þótti best, en þá þurfti mikið af baunum.

Í talmálssafni Orðabókarinnar eru einungis tvö dæmi um orðið baunakaffi. Þau eru bæði höfð eftir norðlenskum heimildarmönnum og annar þeirra segir að baunakaffi hafi verið án exports eða kaffibætis.

Kaffi án kaffibætis var stundum kallað baunakaffi.

Áður fyrr var þurrkuð, rist og mulin sikkorírót notuð til að drýgja kaffið. Henni var blandað saman við malað kaffi, stundum allt að því til helminga. Hún var ýmist kölluð kaffirót eða rót, enn fremur kaffibætir, en í munni manna var hún almennt nefnd export því að hún fluttist (einkum frá Englandi) í sívölum, spannarlöngum umbúðum sem utan á stóð meðal annars Export, það er 'útflutningur, útflutningsvara, til útflutnings'. Þegar ástæða þótti til að gera sér dagamun eða gera vel við gesti voru einungis notaðar malaðar kaffibaunir, oft af nýristuðum baunum, en rótinni sleppt. Þá var talað um baunakaffi. Með tímanum dró úr exportsnotkuninni, innflutningur dróst saman og export „hætti að flytjast“. Þar með hvarf þörfin fyrir að greina að kaffi eftir því hvort export var notað eður ei og jafnframt tók að fyrnast yfir orðanotkunina svo að sjaldgæft mun að heyra orðið baunakaffi lengur.

Heimildir og mynd:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
  • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Önnur útgáfa, aukin og bætt. Rvík 1983.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. Rvík 2002.
  • Mynd: Study Says Coffee May Increase Longevity | Modern Antiaging. (Sótt 12.9.2012).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....