Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sólarexem?

Magnús Jóhannsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Af hverju fær fólk sólarexem?
  • Er hægt að koma í veg fyrir sólarexem?

Útbrotum sem við fáum af sólarljósi er oft skipt í tvo flokka, sólarofnæmi og sólarexem. Ekki er hægt að hafa ofnæmi fyrir sólarljósinu sem slíku en sólin getur haft þannig áhrif á sum efni (málma og fleiri) að þau tengjast prótínum í líkamanum og valda ofnæmi. Sólarofnæmi getur komið á húðsvæði sem varin voru fyrir sólinni. Ofnæmi af þessum toga er talið vera frekar sjaldgæft en sólarexem mun algengara.

Sólarexem getur verið af ýmsum toga og sjaldnast er vitað nákvæmlega af hverju það stafar. Sólarexem lýsir sér eins og mikill sólbruni og ólíkt sólarofnæmi kemur það einungis á húðsvæði sem sólin hefur skinið á.

Sólarexem lýsir sér eins og mikill sólbruni og ólíkt sólarofnæmi kemur það einungis á húðsvæði sem sólin hefur skinið á.

Sólarexem getur verið merki um sjúkdóm og þar kemur meðal annars til greina áblástur (herpes), helluroði (lúpus eða rauðir úlfar) eða sóri (psoriasis). Sóri lagast venjulega við sólböð en í vissum tilvikum getur hann versnað þannig að hægt sé að tala um sólarexem.

Alltaf verður að hafa í huga þann möguleika að sum lyf geta gert húðina viðkvæma fyrir sólarljósi. Þar er um að ræða fjölmörg lyf eins og sum súlfalyf (geta verið sýklalyf, þvagræsilyf og sykursýkilyf), geðlyf, sýklalyf af tetracýklínflokki, litarefni og auk þess ýmis lyf sem borin eru á húðina eins og sum sólvarnarkrem og tjörulyf.

Sumar matjurtir geta líka stuðlað að sólarútbrotum, til dæmis steinselja, seljurót, gulrætur, sinnep, gráfíkjur og fleiri. Einnig mætti nefna sætuefnið cýklamat og fjöldann allan af snyrtivörum. Sólvarnarkrem gera venjulega lítið gagn við sólarútbrotum og sum þeirra geta jafnvel valdið þeim eins og nefnt hefur verið. Þá er fátt eftir til varnar annað en að forðast sólböð og klæða af sér sólarljósið.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

13.7.2004

Síðast uppfært

18.6.2019

Spyrjandi

Vala Jónsdóttir, Jóhanna Þorbjarnardóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er sólarexem?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4403.

Magnús Jóhannsson. (2004, 13. júlí). Hvað er sólarexem? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4403

Magnús Jóhannsson. „Hvað er sólarexem?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4403>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sólarexem?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

  • Af hverju fær fólk sólarexem?
  • Er hægt að koma í veg fyrir sólarexem?

Útbrotum sem við fáum af sólarljósi er oft skipt í tvo flokka, sólarofnæmi og sólarexem. Ekki er hægt að hafa ofnæmi fyrir sólarljósinu sem slíku en sólin getur haft þannig áhrif á sum efni (málma og fleiri) að þau tengjast prótínum í líkamanum og valda ofnæmi. Sólarofnæmi getur komið á húðsvæði sem varin voru fyrir sólinni. Ofnæmi af þessum toga er talið vera frekar sjaldgæft en sólarexem mun algengara.

Sólarexem getur verið af ýmsum toga og sjaldnast er vitað nákvæmlega af hverju það stafar. Sólarexem lýsir sér eins og mikill sólbruni og ólíkt sólarofnæmi kemur það einungis á húðsvæði sem sólin hefur skinið á.

Sólarexem lýsir sér eins og mikill sólbruni og ólíkt sólarofnæmi kemur það einungis á húðsvæði sem sólin hefur skinið á.

Sólarexem getur verið merki um sjúkdóm og þar kemur meðal annars til greina áblástur (herpes), helluroði (lúpus eða rauðir úlfar) eða sóri (psoriasis). Sóri lagast venjulega við sólböð en í vissum tilvikum getur hann versnað þannig að hægt sé að tala um sólarexem.

Alltaf verður að hafa í huga þann möguleika að sum lyf geta gert húðina viðkvæma fyrir sólarljósi. Þar er um að ræða fjölmörg lyf eins og sum súlfalyf (geta verið sýklalyf, þvagræsilyf og sykursýkilyf), geðlyf, sýklalyf af tetracýklínflokki, litarefni og auk þess ýmis lyf sem borin eru á húðina eins og sum sólvarnarkrem og tjörulyf.

Sumar matjurtir geta líka stuðlað að sólarútbrotum, til dæmis steinselja, seljurót, gulrætur, sinnep, gráfíkjur og fleiri. Einnig mætti nefna sætuefnið cýklamat og fjöldann allan af snyrtivörum. Sólvarnarkrem gera venjulega lítið gagn við sólarútbrotum og sum þeirra geta jafnvel valdið þeim eins og nefnt hefur verið. Þá er fátt eftir til varnar annað en að forðast sólböð og klæða af sér sólarljósið.

Mynd:...