Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 127 svör fundust
Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?
Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...
Í hvaða átt er vestur?
Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...
Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?
Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...
Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?
Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...
Hvað er millirifjagigt?
Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versna við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. Svipuð einkenni og við festumein geta einnig stafað af sti...
Hvað er eirðarleysi í fótleggjum og hvað er til ráða við því?
Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mes...
Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?
Vísindavefnum berast stundum spurningar um það hvernig eigi að umrita nöfn eða orð á öðru stafrófi. Hér eru dæmi um nokkrar spurningar af þessu tagi: Hvernig skrifa ég Bergur Bjarki Ingason á arabísku? Hvernig á ég að skrifa nafnið mitt á rúnaletri? Hvernig á að umrita íslensk orð á devanagari-stafrófi? Getið ...
Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?
Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...
Hvað eru djúpmyndir og hvað sýna þær okkur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er HUDF (Hubble Ultra Deep Field)? Hubble-geimsjónaukinn (Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990. Hubblesjónaukinn hefur gjörbreytt hugmyndum manna um alheiminn og m...
Hvað er ExoMars 2016?
ExoMars 2016 er fyrsti Marsleiðangurinn í ExoMars-geimáætlun ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu. Leiðangurinn samanstendur af brautarfari sem kallast Trace Gas Orbiter og tilraunarlendingarfari sem nefnist Schiaparelli. Geimförunum var skotið á loft 14. mars 2016. Sjö mánuðum síðar, þann 19. október 2016, fer Trace ...
Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?
Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?
Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Rannsóknir hennar undanfarið hafa beinst að því að þróa og prófa ávinning af styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur þe...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?
Anna Helga Jónsdóttir er tölfræðingur sem stundar rannsóknir á vefstuddri kennslu. Hún gegnir stöðu dósents í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hefur áhuga á ýmis konar líkanagerð, sér í lagi á sviði kennslumála. Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og ...