Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?

Daði Ingólfsson

Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnorkustyrjöld. Því hafi þurft að þróa tölvukerfi sem dreift væri á marga staði.

Flest bendir þó til þess að þessi saga af tilurð Internetsins eigi sér takmarkaða stoð í raunveruleikanum. Upprunalegur tilgangur Netsins var fyrst og fremst sá að tengja saman háskóla og rannsóknarstofnanir til þess að að nýta betur afkastamestu tölvur þess tíma sem voru af skornum skammti.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið kostaði þróunarverkefnið ARPAnet sem tengdi saman þrjá háskóla í Bandaríkjunum auk rannsóknarstofnunar Stanford-háskóla (Stanford Research Institute) árið 1969. Árið 1971 voru 15 stofnanir tengdar saman með ARPAnet og sama ár fann Ray Tomlinson upp tölvupóstinn. Árið 1972 kom @-merkið (lesist 'hjá' á íslensku) til sögunnar í tölvupóstinum og hann tók á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Strax árið 1973 var hann orðinn svo vinsæll að 75% notkunar ARPAnets fólst í sendingum á tölvupósti. Þær voru að verulegu leyti einkaskilaboð manna á milli í stað faglegrar notkunar og gaf það vísbendingar um persónulega notkun Internetsins næstu áratugi.

Hópurinn sem hannaði og þróaði ARPAnet.

Árið 1974 kynntu Vint Cerf og Bob Kahn TCP-samskiptastaðalinn sem þeir endurskírðu seinna TCP/IP - Transmission Control Protocol / Internet Protocol. Uppgötvun þeirra markaði straumhvörf í sögu Internetsins því að það auðveldaði tengingu milli netkerfa, óháð tölvutegundum og stýrikerfum, enda varð staðallinn seinna opinber staðall Internetsins.

Til að halda úti vefsetri þarf svokallaða IP-tölu sem kalla má heimilisfang setursins. Nafngiftin IP vísar þá til TCP/IP-staðalsins. Árið 1984 var kerfi umdæmisheita, DNS (e. Domain Name System), kynnt til sögunnar. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, til dæmis www.visindavefur.hi.is, í stað IP-tölu vefsetursins, í þessu tilviki 130.208.165.39. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Lesendur geta sannreynt þetta með því að prófa að skrifa ofangreinda tölu í vafrann sinn.

Þegar hér er komið sögu er kominn grunnur fyrir það sem við í dag köllum Internetið, Vefinn eða einfaldlega Netið.

Netið var í fyrstu mest notað í háskólum og tengdri starfsemi en smám saman hefur það þróast í þann öfluga miðil fyrir hvers konar samskipti manna á milli sem við þekkjum í dag.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:


Þetta svar var uppfært 1. júlí árið 2016 eftir ábendingu frá Erni Orrasyni. Í orðsendingu til höfundar svarsins og Vísindavefsins sagði Örn:
Sæll Daði, í grein þinni um Internetið segir þú að tilurð ARPAnetsins hafi verið að hanna net til að standast kjarnorkuárásir. Þetta er gömul mýta og ekki sögulega rétt. Það er víða staðfest. Sjálfur Larry Roberts sem var verkefnisstjóri fyrsta Arpanetsins staðfesti þetta við mig í samtali fyrir nokkrum árum þegar hann var hér á ferð.

Höfundur

Daði Ingólfsson

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

6.5.2003

Spyrjandi

Ísak Friðriksson

Tilvísun

Daði Ingólfsson. „Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3395.

Daði Ingólfsson. (2003, 6. maí). Hver var upprunalegur tilgangur Netsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3395

Daði Ingólfsson. „Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3395>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?
Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnorkustyrjöld. Því hafi þurft að þróa tölvukerfi sem dreift væri á marga staði.

Flest bendir þó til þess að þessi saga af tilurð Internetsins eigi sér takmarkaða stoð í raunveruleikanum. Upprunalegur tilgangur Netsins var fyrst og fremst sá að tengja saman háskóla og rannsóknarstofnanir til þess að að nýta betur afkastamestu tölvur þess tíma sem voru af skornum skammti.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið kostaði þróunarverkefnið ARPAnet sem tengdi saman þrjá háskóla í Bandaríkjunum auk rannsóknarstofnunar Stanford-háskóla (Stanford Research Institute) árið 1969. Árið 1971 voru 15 stofnanir tengdar saman með ARPAnet og sama ár fann Ray Tomlinson upp tölvupóstinn. Árið 1972 kom @-merkið (lesist 'hjá' á íslensku) til sögunnar í tölvupóstinum og hann tók á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Strax árið 1973 var hann orðinn svo vinsæll að 75% notkunar ARPAnets fólst í sendingum á tölvupósti. Þær voru að verulegu leyti einkaskilaboð manna á milli í stað faglegrar notkunar og gaf það vísbendingar um persónulega notkun Internetsins næstu áratugi.

Hópurinn sem hannaði og þróaði ARPAnet.

Árið 1974 kynntu Vint Cerf og Bob Kahn TCP-samskiptastaðalinn sem þeir endurskírðu seinna TCP/IP - Transmission Control Protocol / Internet Protocol. Uppgötvun þeirra markaði straumhvörf í sögu Internetsins því að það auðveldaði tengingu milli netkerfa, óháð tölvutegundum og stýrikerfum, enda varð staðallinn seinna opinber staðall Internetsins.

Til að halda úti vefsetri þarf svokallaða IP-tölu sem kalla má heimilisfang setursins. Nafngiftin IP vísar þá til TCP/IP-staðalsins. Árið 1984 var kerfi umdæmisheita, DNS (e. Domain Name System), kynnt til sögunnar. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, til dæmis www.visindavefur.hi.is, í stað IP-tölu vefsetursins, í þessu tilviki 130.208.165.39. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Lesendur geta sannreynt þetta með því að prófa að skrifa ofangreinda tölu í vafrann sinn.

Þegar hér er komið sögu er kominn grunnur fyrir það sem við í dag köllum Internetið, Vefinn eða einfaldlega Netið.

Netið var í fyrstu mest notað í háskólum og tengdri starfsemi en smám saman hefur það þróast í þann öfluga miðil fyrir hvers konar samskipti manna á milli sem við þekkjum í dag.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:


Þetta svar var uppfært 1. júlí árið 2016 eftir ábendingu frá Erni Orrasyni. Í orðsendingu til höfundar svarsins og Vísindavefsins sagði Örn:
Sæll Daði, í grein þinni um Internetið segir þú að tilurð ARPAnetsins hafi verið að hanna net til að standast kjarnorkuárásir. Þetta er gömul mýta og ekki sögulega rétt. Það er víða staðfest. Sjálfur Larry Roberts sem var verkefnisstjóri fyrsta Arpanetsins staðfesti þetta við mig í samtali fyrir nokkrum árum þegar hann var hér á ferð.

...