Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 110 svör fundust
Hvaða áhrif hafði fullveldið á menningarástand og leikhúslíf á Íslandi?
Saga byggingar Þjóðleikhússins er að segja má samofin fullveldi Íslands sem og stofnun lýðveldisins. Á síðari hluta nítjándu aldar koma fram hugmyndir um byggingu leikhúss sem eiga margt skyld við þjóðleikhúshugmyndir, en það er ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar sem krafan rís um byggingu þjóðleikhúss. Í ...
Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?
Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...
Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...
Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?
Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við um stjórnvöld og aðgerðir þeirra. Rétturinn til þess að koma saman og mótmæla eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland...
Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?
Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...
Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?
Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...
Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?
Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...
Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?
Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...
Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?
Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...
Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?
Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation: Mars...
Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?
Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...
Hver var John Dewey?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?
Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...
Hvenær varð kosningaréttur almennur á Íslandi?
Með lögleiðingu almenns kosningaréttar var stigið stórt skref í átt til lýðræðis á Íslandi. Það skiptir því miklu máli að vita hvenær og hvernig þessi réttur varð til. Í aðdraganda 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna 2015 urðu nokkur skoðanaskipti á opinberum vettvangi um hvenær kosningaréttur varð almennur og h...
Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...