Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 173 svör fundust
Hver eru rökin fyrir því að x í núllta veldi sé alltaf 1, sama hvað x stendur fyrir?
Reglurnar um veldisvísa í algebru eru byggðar upp skref fyrir skref með því að byrja til dæmis á því að skilgreina $x$ í öðru veldi: $x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan $x^n=x\cdot...\cdot x$...
Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?
Hæsta fjall sólkerfisins er að finna á Mars og nefnist það Olympus Mons eða Ólympsfjall. Ólympsfjall er eldfjall sem er um 3 sinnum hærra en Everestfjall eða 25 km hátt. Mars er aðeins um helmingur af stærð jarðar en þar eru samt nokkur eldfjöll sem eru mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu el...
Hver var Hannes Finnsson?
Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...
Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Nýtt útlit á Vísindavef HÍ
Nýtt útlit var tekið í notkun á Vísindavef HÍ þann 8. júlí 2024. Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt út...
Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...
Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram?
Tígrisdýr (Panthera tigris) eru stærstu núlifandi kattardýrin. Að minnsta kosti tvær deilitegundir þeirra eru stærri en afrísk ljón (Panthera leo). Tígrisdýr lifa eingöngu í Asíu en áður fyrr teygðu þau sig að mörkum Evrópu, þegar hið útdauða kaspía- eða turantígrisdýr (P. tigris virgata) ráfaði um Mið-Asíu og all...
Fyrst Títan hefur lofthjúp, getur þá ekki verið að þar sé líf að finna?
Í sem stystu máli gæti svarið við þessari spurningu verið: "Við vitum það ekki". Um þessar mundir stefnir bandarísk/evrópska geimfarið Cassini-Huygens í átt til Satúrnusar og því velta vísindamenn fyrir sér hvað Huygens geimfarið finnur þegar það lendir á yfirborði Títans árið 2005. Títan hefur þykkan lofthjú...
Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?
Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?
Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði við Columbia-háskóla, KTH og Háskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá MIT Media Lab 1996, þar sem hann ...
Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson?
Bókin Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson kom út árið 1924 og setur ýmis viðmið samtíma síns, og jafnvel síðari tíma, í uppnám. Eitt þeirra er hugmyndin um bókmenntagreinar. Frá því í fornöld hafa skáld, fræðimenn og aðrir lesendur skipt textum í ólíkar greinar, skáldskap og fræði, ljóð, leikrit, frásagnir sem s...
Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?
Elsta fornegypska letrið nefnist híeróglýfur eða helgirúnir og er upphaflega myndletur þar sem hvert tákn er upphaflega mynd af einhverju sem tengdist því sem það vísaði til. Elstu áletranir sem fundist hafa eru frá tímabilinu 2920-2575 fyrir Krist og er talið að þær hafi verið gerðar skömmu eftir að notkun le...
Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...
Hvernig varð stærðfræðin til?
Stærðfræðin á tvennar rætur. Annars vegar í þörfinni fyrir að telja, halda reiður á hlutunum í kringum sig og eigin eigum. Hins vegar í formunum í umhverfinu. Þörfin fyrir að telja og talning urðu grundvöllurinn að reikningi. Þegar búið var að telja hóp hér og hóp þar, til dæmis með fimm og sjö, lá næst við að...