Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði við Columbia-háskóla, KTH og Háskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá MIT Media Lab 1996, þar sem hann þróaði fjölþátta notendaviðmót og sýndarverur með náttúrulega samskiptahæfileika og rauntímaáætlanagerð. Áður en Kristinn hóf störf hjá Háskólanum í Reykjavík starfaði hann meðal annars hjá LEGO og sem ráðgjafi hjá NASA, Interactive Institude í Svíþjóð og British Telecom í Bretlandi.

Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár.

Í Háskólanum í Reykjavík var hann meðstofnandi Gervigreindarseturs skólans 2005 og var meðstjórnandi þess til 2010. Kristinn hefur stofnað og verið meðstjórnandi nokkurra sprotafyrirtækja, meðal annars var hann yfir hugbúnaðarverkfræðiþróunardeild 60 manna gervigreindarfyrirtækisins Soliloquy í New York. Þá var hann meðstofnandi CTO Radar Networks sem var styrkt af Paul Allen Vulcan Ventures, hlaut verðlaun Reuters Venture Capital sem eitt af tíu áhugaverðustu sprotafyrirtækjum ársins 2003 og var selt til Evri árið 2010. Kristinn hefur einnig þróað hugbúnað fyrir vélmenni og árið 2007 keypti HONDA Motor Company í Kaliforníu kerfi sem hann þróaði til að forrita gagnvirk vélmenni með fjölþátta skynjun og þekkingu.

Í samstarfi við sex stofnanir í Evrópu leiddi Kristinn nýlega verkefni um þróun nýrrar gervigreindar sem getur lært flókin verk af sjálfsdáðum gegnum sjálfsforritun. Kristinn hefur skrifað fjölda vísindagreina, skipulagt vísindaráðstefnur og setið í stjórn vísindarita svo sem Journal of Artificial Intelligence og LNCS Transactions on Computational Collective Intelligence. Kristinn hefur tvisvar hlotið Kurzweil-verðlaunin fyrir gervigreindarrannsóknir sínar.

Mynd:

Útgáfudagur

23.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75672.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75672

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75672>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?
Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði við Columbia-háskóla, KTH og Háskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá MIT Media Lab 1996, þar sem hann þróaði fjölþátta notendaviðmót og sýndarverur með náttúrulega samskiptahæfileika og rauntímaáætlanagerð. Áður en Kristinn hóf störf hjá Háskólanum í Reykjavík starfaði hann meðal annars hjá LEGO og sem ráðgjafi hjá NASA, Interactive Institude í Svíþjóð og British Telecom í Bretlandi.

Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár.

Í Háskólanum í Reykjavík var hann meðstofnandi Gervigreindarseturs skólans 2005 og var meðstjórnandi þess til 2010. Kristinn hefur stofnað og verið meðstjórnandi nokkurra sprotafyrirtækja, meðal annars var hann yfir hugbúnaðarverkfræðiþróunardeild 60 manna gervigreindarfyrirtækisins Soliloquy í New York. Þá var hann meðstofnandi CTO Radar Networks sem var styrkt af Paul Allen Vulcan Ventures, hlaut verðlaun Reuters Venture Capital sem eitt af tíu áhugaverðustu sprotafyrirtækjum ársins 2003 og var selt til Evri árið 2010. Kristinn hefur einnig þróað hugbúnað fyrir vélmenni og árið 2007 keypti HONDA Motor Company í Kaliforníu kerfi sem hann þróaði til að forrita gagnvirk vélmenni með fjölþátta skynjun og þekkingu.

Í samstarfi við sex stofnanir í Evrópu leiddi Kristinn nýlega verkefni um þróun nýrrar gervigreindar sem getur lært flókin verk af sjálfsdáðum gegnum sjálfsforritun. Kristinn hefur skrifað fjölda vísindagreina, skipulagt vísindaráðstefnur og setið í stjórn vísindarita svo sem Journal of Artificial Intelligence og LNCS Transactions on Computational Collective Intelligence. Kristinn hefur tvisvar hlotið Kurzweil-verðlaunin fyrir gervigreindarrannsóknir sínar.

Mynd:

...