Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?

Kristinn R. Þórisson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi?

Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu tilviki vél, geti verið gætt einhverjum flóknum eiginleika eins og greind verður maður fyrst að spyrja sig hvað átt sé við með hugtökunum. Hugmyndir almennings um hvað greind og „hugsun“ þýða eru mjög misjafnar.

Til einföldunar skulum við gefa okkur að með vél sé einfaldlega átt við nútíma borðtölvu, og að vélmenni sé mekanískur líkami sem stjórnað er af forriti sem keyrir á slíkri vél. Fræðimenn á sviði gervigreindar líta yfirleitt á greind sem mengi þeirrar hegðunar sem skilur menn og dýr frá öðrum fyrirbærum í náttúrunni. Þetta eru hæfileikar eins og áætlanagerð, notkun tungu- og táknmáls, þekking á hlutum í umhverfinu, nám og sköpun nýrra hluta og hugmynda. Hugsun er einfaldlega samheiti yfir þau nauðsynlegu og flóknu ferli sem liggja að baki slíkum athöfnum.

Samkvæmt þessum forsendum eru þegar til greindar vélar, en greind þeirra er þó enn talsvert ólík greind manna og flestra dýra. Þær greindu vélar sem nú eru við störf búa aðeins yfir litlu magni þeirra hæfileika sem náttúrulegar greindar skepnur búa yfir. Vélarnar eru líka lítt sýnilegar dags daglega. Þær hjálpa til við ýmis verkefni (sem aðeins manneskjur gátu séð um áður), til dæmis við að stilla skerpu á sjálfvirkum myndavélum og flokka landbúnaðarvörur, ásamt verkefnum sem engin manneskja gat framkvæmt með góðu móti, til dæmis að spá fyrir um hegðun fiskistofna og að reikna út líkurnar á greiðslukortasvindli hvar sem er í heiminum um leið og greiðslan á sér stað. Náttúrulegt umhverfi er yfirleitt flóknara en manngert umhverfi og því eru flestar þeirra greindu véla sem nú eru í umferð gerðar til að vinna í mjög einföldu, manngerðu umhverfi. Þetta mun hins vegar að öllum líkindum breytast talsvert mikið á komandi árum og áratugum.

Af öllum þekktum fyrirbærum í alheiminum er mannshugurinn án efa meðal þeirra flóknustu. Þótt forngrísk heimspeki hafi leitt af sér fjölda vísindasviða með góðum árangri, svo sem efnafræði, stjörnufræði og eðlisfræði, varð ekki til sams konar vísindagrein um hugarstarf fyrr en nýlega.

Hið nýja svið vitvísinda (e. artificial intelligence, cognitive science), sem helgar sig rannsóknum á hugarstarfsemi og greindri hegðun, byggir á traustum vísindalegum grunni tölvunarfræðinnar en nýtir jafnframt aðferðafræði og árangur í sálarfræði, heimspeki, heilarannsóknum og taugalífeðlisfræði, svo eitthvað sé nefnt. Framfarir í rannsóknum á hugsun hafa orðið meiri síðustu 20 árin en öll árin þar áður samanlagt. Þær gefa okkur sífellt betri mynd af því hvernig hugurinn virkar.

Hraði framfara á sviði vitvísinda gerir okkur kleift að spá því að þótt enn sé margt á huldu um hugsun og greind þá muni mörgum spurningum verða svarað á næstu 30-50 árum. Á næstu áratugum má því reikna með að við fáum að sjá greindar vélar á borð við vélgæludýr, þrifnaðarvélmenni fyrir heimilið og skemmtivélmenni – vélar sem eiga mun fleira sameiginlegt með okkur mönnunum en þær gervigreindu vélar sem eru í notkun nú. Ekki er ólíklegt að margar þeirra verði svipaðar því sem við höfum séð í kvikmyndum og lesið um í vísindaskáldsögum, en aðrar munu koma okkur gjörsamlega á óvart.


Leonardo er vitvera sköpuð af vísindamönnum í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum. Hér sést hvernig Leonardo fylgist með öðrum til að geta síðar hermt eftir þeim.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Frekara lesefni og myndir

Höfundur

Kristinn R. Þórisson

prófessor í tölvunarfræði við HR og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands

Útgáfudagur

13.3.2006

Spyrjandi

Sigtryggur Karlsson

Tilvísun

Kristinn R. Þórisson. „Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5702.

Kristinn R. Þórisson. (2006, 13. mars). Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5702

Kristinn R. Þórisson. „Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5702>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi?

Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu tilviki vél, geti verið gætt einhverjum flóknum eiginleika eins og greind verður maður fyrst að spyrja sig hvað átt sé við með hugtökunum. Hugmyndir almennings um hvað greind og „hugsun“ þýða eru mjög misjafnar.

Til einföldunar skulum við gefa okkur að með vél sé einfaldlega átt við nútíma borðtölvu, og að vélmenni sé mekanískur líkami sem stjórnað er af forriti sem keyrir á slíkri vél. Fræðimenn á sviði gervigreindar líta yfirleitt á greind sem mengi þeirrar hegðunar sem skilur menn og dýr frá öðrum fyrirbærum í náttúrunni. Þetta eru hæfileikar eins og áætlanagerð, notkun tungu- og táknmáls, þekking á hlutum í umhverfinu, nám og sköpun nýrra hluta og hugmynda. Hugsun er einfaldlega samheiti yfir þau nauðsynlegu og flóknu ferli sem liggja að baki slíkum athöfnum.

Samkvæmt þessum forsendum eru þegar til greindar vélar, en greind þeirra er þó enn talsvert ólík greind manna og flestra dýra. Þær greindu vélar sem nú eru við störf búa aðeins yfir litlu magni þeirra hæfileika sem náttúrulegar greindar skepnur búa yfir. Vélarnar eru líka lítt sýnilegar dags daglega. Þær hjálpa til við ýmis verkefni (sem aðeins manneskjur gátu séð um áður), til dæmis við að stilla skerpu á sjálfvirkum myndavélum og flokka landbúnaðarvörur, ásamt verkefnum sem engin manneskja gat framkvæmt með góðu móti, til dæmis að spá fyrir um hegðun fiskistofna og að reikna út líkurnar á greiðslukortasvindli hvar sem er í heiminum um leið og greiðslan á sér stað. Náttúrulegt umhverfi er yfirleitt flóknara en manngert umhverfi og því eru flestar þeirra greindu véla sem nú eru í umferð gerðar til að vinna í mjög einföldu, manngerðu umhverfi. Þetta mun hins vegar að öllum líkindum breytast talsvert mikið á komandi árum og áratugum.

Af öllum þekktum fyrirbærum í alheiminum er mannshugurinn án efa meðal þeirra flóknustu. Þótt forngrísk heimspeki hafi leitt af sér fjölda vísindasviða með góðum árangri, svo sem efnafræði, stjörnufræði og eðlisfræði, varð ekki til sams konar vísindagrein um hugarstarf fyrr en nýlega.

Hið nýja svið vitvísinda (e. artificial intelligence, cognitive science), sem helgar sig rannsóknum á hugarstarfsemi og greindri hegðun, byggir á traustum vísindalegum grunni tölvunarfræðinnar en nýtir jafnframt aðferðafræði og árangur í sálarfræði, heimspeki, heilarannsóknum og taugalífeðlisfræði, svo eitthvað sé nefnt. Framfarir í rannsóknum á hugsun hafa orðið meiri síðustu 20 árin en öll árin þar áður samanlagt. Þær gefa okkur sífellt betri mynd af því hvernig hugurinn virkar.

Hraði framfara á sviði vitvísinda gerir okkur kleift að spá því að þótt enn sé margt á huldu um hugsun og greind þá muni mörgum spurningum verða svarað á næstu 30-50 árum. Á næstu áratugum má því reikna með að við fáum að sjá greindar vélar á borð við vélgæludýr, þrifnaðarvélmenni fyrir heimilið og skemmtivélmenni – vélar sem eiga mun fleira sameiginlegt með okkur mönnunum en þær gervigreindu vélar sem eru í notkun nú. Ekki er ólíklegt að margar þeirra verði svipaðar því sem við höfum séð í kvikmyndum og lesið um í vísindaskáldsögum, en aðrar munu koma okkur gjörsamlega á óvart.


Leonardo er vitvera sköpuð af vísindamönnum í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum. Hér sést hvernig Leonardo fylgist með öðrum til að geta síðar hermt eftir þeim.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Frekara lesefni og myndir

...