Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?

Heiða María Sigurðardóttir

Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum.

Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega grein fyrir þeim helstu.

Atferlisgreining (e. behavioral analysis) er stundum talin undirgrein sálfræði, en margir innan þessa sviðs líta á það sem sjálfstæða fræðigrein. Atferlisfræðingar reyna að finna lögmál hegðunar bæði manna og dýra, til að geta spáð fyrir um hana og stjórnað henni. Þeir hagnýta svo gjarnan þessa þekkingu, til dæmis í meðferð þroskaheftra, einhverfra og fólks með athyglisbrest með ofvirkni (AMO).

Afbrigðasálfræði, klínísk sálfræði og ráðgjafarsálfræði (e. abnormal psychology, clinical psychology, counseling psychology) eru skyld svið sem eiga það sameiginlegt að gera óæskilega og/eða afbrigðilega hegðun og hugsun að viðfangsefni sínu. Sem dæmi má nefna geðraskanir, persónuleikaraskanir, alkóhólisma, fíkniefnaneyslu og vandamál innan fjölskyldu eða hjónabands.

Félagssálfræði (e. social psychology) snýst um félagshegðun fólks; um samskipti fólks og hvernig það hugsar og hegðar sér innan um aðra. Félagssálfræðingar kanna til að mynda ímynd, staðalmyndir, sjálfsmynd, viðhorf, fordóma, fortölur, ákvarðanatöku, undanlátssemi, hlýðni, hópþrýsting og hóphegðun (Hogg og Vaughan, 2002).


Félagssálfræðingar rannsaka til dæmis hverjar séu staðalmyndir fólks og hvernig þær verða til. Hér má sjá Kryddpíurnar eða Spice Girls í hlutverki dúllunnar, kynbombunnar, hörkukvendisins, snobbhænunnar og íþróttafríksins.

Heilsusálfræði (e. health psychology) aflar og notar sálfræðilega þekkingu til að efla heilsu og minnka líkur á sjúkdómum. Heilsusálfræðingar athuga meðal annars hvernig persónuleiki fólks og lífstíll hefur áhrif á heilsu þess, svo sem hvort það reyki eða drekki, hvað það borði, hvort það hreyfi sig og hvort það vinni streituvaldandi störf.

Hugræn sálfræði (e. cognitive psychology) kannar „æðra“ hugarstarf, svo sem rökhugsun, minni, athygli, tungumál, ákvarðanatöku og verkefnaúrlausnir. Sumir hugrænir sálfræðingar rannsaka líka tilfinningar, hvatir og jafnvel meðvitund. Hugræn sálfræði er nátengd þverfaglegri grein sem kallast hugfræði eða vitsmunavísindi (e. cognitive science) sem fæst við svipuð viðfangsefni en nálgast þau út frá sjónarmiði margra greina, svo sem sálfræði, tölvunarfræði, málfræði, taugavísinda og líffræði.

Lífeðlisleg eða líffræðileg sálfræði (e. physiological psychology, biological psychology) rannsakar líffræðilegar undirstöður hugarstarfs og hegðunar. Þetta getur innifalið að rannsaka hlutverk tiltekinna heilastöðva, boðskipti í taugakerfinu, áhrif hormóna, erfðaþætti hugsunar og hegðunar og líffræðilegar orsakir geð- og hegðunarraskana.

Mannþáttafræði (e. human factors psychology) nýtir sér upplýsingar um hvernig fólk hugsar og hegðar sér til að hanna tæki og tól. Með þessu er reynt að gera þau auðveld og örugg í notkun. Mannþáttafræði tilheyrir ekki bara sálfræði heldur eru sumir innan greinarinnar menntaðir í tölvunarfræði, verkfræði eða hönnun.


Mannþáttafræðingar reyna að geta flókin tæki, svo sem stjórnklefa í flugvélum, eins notendavæn og hægt er.

Persónuleikasálfræði (e. personality psychology) kannar persónuleika fólks, hvað ræður honum og hvernig hann er samsettur. Með persónuleika er yfirleitt átt við tilhneigingu til hegðunar sem greinir á milli fólks, svo sem lífsgildi þess, áhugamál, heimsmynd, menningarlegan bakgrunn, sjálfsmynd, kímnigáfu og hugsunarhátt (Cohen og Swerdlik, 2005). Þessar upplýsingar eru stundum notaðar til að spá fyrir um hegðun fólks í námi og starfi.

Réttarsálfræði (e. forensic psychology) snýst um hagnýtingu sálfræði innan réttarkerfisins. Réttarsálfræðingar kanna til dæmis áreiðanleika vitna og sakhæfi sakborninga, meta sálrænan skaða af völdum andlegs eða líkamlegs ofbeldis og koma að forræðisdeilum í skilnaðarmálum.

Skólasálfræði og menntasálfræði (e. school psychology, educational psychology) snúa að menntamálum. Skólasálfræðingar taka aðallega á vandamálum í skólastarfi, svo sem að hjálpa lesblindum og nemendum með AMO. Menntasálfræðingar taka frekar að sér að mæla námsgetu nemenda og árangur af skólastarfi, svo dæmi séu tekin.

Skynjunarsálfræði (e. sensation and perception psychology) kannar þau heila- og hugarferli sem liggja að baki því hvernig fólk skynjar umhverfi sitt. Skynjunarsálfræðingar kanna til dæmis hvernig fólk skynjar andlit, liti, hreyfingu, bragð, lykt eða tal. Einnig hefur verið hefð fyrir því að skynjunarsálfræðingar rannsaki skynvillur þar sem þær geta gefið mikilvægar vísbendingar um eðlilega skynjun. Þessa þekkingu er svo hægt að hagnýta, til dæmis við gerð stoðtækja fyrir blinda og heyrnarlausa. Skynjunarsálfræði er stundum talin tilheyra hugrænni sálfræði.

Taugasálfræði (e. neuropsychology) er skyld líffræðilegri sálfræði en leggur meiri áherslu á að skoða taugakerfið og þá sérstaklega heilann. Taugasálfræðingar kanna hvernig og hvar hugarstarfsemi eins og minni, tungumál og skynjun fer fram í heilanum. Til þess skoða þeir gjarnan sjúklinga sem orðið hafa fyrir heilaskaða (en stundum líka heilbrigt fólk) og nota til þess margs konar aðferðir eins og sálfræðileg próf, heilaritun og heilaskimun. Meira má lesa um taugasálfræði í svari Styrmis Sævarssonar við spurningunni Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?


Taugasálfræðingar rannsaka stundum sjúklinga með heilaskaða. Myndin til hægri er eftir gaumstolssjúkling sem ekki virðist veita vinstri hluta fyrirmyndarinnar nokkurn gaum. Gaumstol verður oftast vegna skemmda í hægra heilahveli.

Tilraunasálfræði (e. experimental psychology) er elsta undirgrein sálfræði og undirstaða margra hinna. Þeir sem hana stunda reyna að hafa stjórn á öllum mögulegum áhrifaþáttum í tilraunum sínum til að geta ályktað um orsakasamband út frá þeim. Höfundur fjallar nánar um tilraunasálfræði í svari sínu við spurningunni Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?

Vinnu- og skipulagssálfræði (e. organizational and industrial psychology, I/O psychology, occupational psychology) fæst við hegðun fólks á vinnustað. Vinnusálfræðingar reyna að hámarka starfsánægju og auka framleiðni starfsmanna. Þeir reyna líka að hanna starfsumhverfið þann að fólki líði sem best og að samskipti manna og véla gangi greiðlega fyrir sig. Þeir sjá líka stundum um starfsmannamál eins og mannaráðningar og starfsþjálfun.

Þroskasálfræði (e. developmental psychology) fjallar um þær líffræðilegu, hugrænu og félagslegu breytingar sem verða á fólki á lífsleiðinni, allt frá því að það fæðist og þar til það deyr. Meðal verkefna þroskasálfræðinga er að kanna hvernig máltaka barna fer fram, hvernig vitsmunaþroski og hreyfigeta breytist og hvernig sjálfsmynd þróast í gegnum árin. Eitt helsta álitamálið innan þroskasálfræði var lengi vel hvort erfðir eða umhverfi móti helst manneskjuna, hugsun hennar og hegðun. Í dag eru hins vegar flestir sammála um að samspil þessara tveggja þátta ráði úrslitum.

Þróunarsálfræði (e. evolutionary psychology) leitast við að skýra hegðun og sálfræðilega eiginleika út frá þeirri þróun sem hefur orðið í gegnum þúsundir eða jafnvel milljónir ára. Þróunarsálfræðingar kanna hvernig eiginleikar eins og sjón, heyrn, tal, minni og jafnvel kynhegðun og félagsleg samskipti völdust úr með náttúruvali og hvaða áhrif það hefur enn á hegðun fólks í nútímasamfélagi.

Heimildir

Myndir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

24.1.2006

Spyrjandi

Ingveldur Sigurðardóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5587.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 24. janúar). Hvað eru til margar gerðir af sálfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5587

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5587>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?
Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum.

Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega grein fyrir þeim helstu.

Atferlisgreining (e. behavioral analysis) er stundum talin undirgrein sálfræði, en margir innan þessa sviðs líta á það sem sjálfstæða fræðigrein. Atferlisfræðingar reyna að finna lögmál hegðunar bæði manna og dýra, til að geta spáð fyrir um hana og stjórnað henni. Þeir hagnýta svo gjarnan þessa þekkingu, til dæmis í meðferð þroskaheftra, einhverfra og fólks með athyglisbrest með ofvirkni (AMO).

Afbrigðasálfræði, klínísk sálfræði og ráðgjafarsálfræði (e. abnormal psychology, clinical psychology, counseling psychology) eru skyld svið sem eiga það sameiginlegt að gera óæskilega og/eða afbrigðilega hegðun og hugsun að viðfangsefni sínu. Sem dæmi má nefna geðraskanir, persónuleikaraskanir, alkóhólisma, fíkniefnaneyslu og vandamál innan fjölskyldu eða hjónabands.

Félagssálfræði (e. social psychology) snýst um félagshegðun fólks; um samskipti fólks og hvernig það hugsar og hegðar sér innan um aðra. Félagssálfræðingar kanna til að mynda ímynd, staðalmyndir, sjálfsmynd, viðhorf, fordóma, fortölur, ákvarðanatöku, undanlátssemi, hlýðni, hópþrýsting og hóphegðun (Hogg og Vaughan, 2002).


Félagssálfræðingar rannsaka til dæmis hverjar séu staðalmyndir fólks og hvernig þær verða til. Hér má sjá Kryddpíurnar eða Spice Girls í hlutverki dúllunnar, kynbombunnar, hörkukvendisins, snobbhænunnar og íþróttafríksins.

Heilsusálfræði (e. health psychology) aflar og notar sálfræðilega þekkingu til að efla heilsu og minnka líkur á sjúkdómum. Heilsusálfræðingar athuga meðal annars hvernig persónuleiki fólks og lífstíll hefur áhrif á heilsu þess, svo sem hvort það reyki eða drekki, hvað það borði, hvort það hreyfi sig og hvort það vinni streituvaldandi störf.

Hugræn sálfræði (e. cognitive psychology) kannar „æðra“ hugarstarf, svo sem rökhugsun, minni, athygli, tungumál, ákvarðanatöku og verkefnaúrlausnir. Sumir hugrænir sálfræðingar rannsaka líka tilfinningar, hvatir og jafnvel meðvitund. Hugræn sálfræði er nátengd þverfaglegri grein sem kallast hugfræði eða vitsmunavísindi (e. cognitive science) sem fæst við svipuð viðfangsefni en nálgast þau út frá sjónarmiði margra greina, svo sem sálfræði, tölvunarfræði, málfræði, taugavísinda og líffræði.

Lífeðlisleg eða líffræðileg sálfræði (e. physiological psychology, biological psychology) rannsakar líffræðilegar undirstöður hugarstarfs og hegðunar. Þetta getur innifalið að rannsaka hlutverk tiltekinna heilastöðva, boðskipti í taugakerfinu, áhrif hormóna, erfðaþætti hugsunar og hegðunar og líffræðilegar orsakir geð- og hegðunarraskana.

Mannþáttafræði (e. human factors psychology) nýtir sér upplýsingar um hvernig fólk hugsar og hegðar sér til að hanna tæki og tól. Með þessu er reynt að gera þau auðveld og örugg í notkun. Mannþáttafræði tilheyrir ekki bara sálfræði heldur eru sumir innan greinarinnar menntaðir í tölvunarfræði, verkfræði eða hönnun.


Mannþáttafræðingar reyna að geta flókin tæki, svo sem stjórnklefa í flugvélum, eins notendavæn og hægt er.

Persónuleikasálfræði (e. personality psychology) kannar persónuleika fólks, hvað ræður honum og hvernig hann er samsettur. Með persónuleika er yfirleitt átt við tilhneigingu til hegðunar sem greinir á milli fólks, svo sem lífsgildi þess, áhugamál, heimsmynd, menningarlegan bakgrunn, sjálfsmynd, kímnigáfu og hugsunarhátt (Cohen og Swerdlik, 2005). Þessar upplýsingar eru stundum notaðar til að spá fyrir um hegðun fólks í námi og starfi.

Réttarsálfræði (e. forensic psychology) snýst um hagnýtingu sálfræði innan réttarkerfisins. Réttarsálfræðingar kanna til dæmis áreiðanleika vitna og sakhæfi sakborninga, meta sálrænan skaða af völdum andlegs eða líkamlegs ofbeldis og koma að forræðisdeilum í skilnaðarmálum.

Skólasálfræði og menntasálfræði (e. school psychology, educational psychology) snúa að menntamálum. Skólasálfræðingar taka aðallega á vandamálum í skólastarfi, svo sem að hjálpa lesblindum og nemendum með AMO. Menntasálfræðingar taka frekar að sér að mæla námsgetu nemenda og árangur af skólastarfi, svo dæmi séu tekin.

Skynjunarsálfræði (e. sensation and perception psychology) kannar þau heila- og hugarferli sem liggja að baki því hvernig fólk skynjar umhverfi sitt. Skynjunarsálfræðingar kanna til dæmis hvernig fólk skynjar andlit, liti, hreyfingu, bragð, lykt eða tal. Einnig hefur verið hefð fyrir því að skynjunarsálfræðingar rannsaki skynvillur þar sem þær geta gefið mikilvægar vísbendingar um eðlilega skynjun. Þessa þekkingu er svo hægt að hagnýta, til dæmis við gerð stoðtækja fyrir blinda og heyrnarlausa. Skynjunarsálfræði er stundum talin tilheyra hugrænni sálfræði.

Taugasálfræði (e. neuropsychology) er skyld líffræðilegri sálfræði en leggur meiri áherslu á að skoða taugakerfið og þá sérstaklega heilann. Taugasálfræðingar kanna hvernig og hvar hugarstarfsemi eins og minni, tungumál og skynjun fer fram í heilanum. Til þess skoða þeir gjarnan sjúklinga sem orðið hafa fyrir heilaskaða (en stundum líka heilbrigt fólk) og nota til þess margs konar aðferðir eins og sálfræðileg próf, heilaritun og heilaskimun. Meira má lesa um taugasálfræði í svari Styrmis Sævarssonar við spurningunni Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?


Taugasálfræðingar rannsaka stundum sjúklinga með heilaskaða. Myndin til hægri er eftir gaumstolssjúkling sem ekki virðist veita vinstri hluta fyrirmyndarinnar nokkurn gaum. Gaumstol verður oftast vegna skemmda í hægra heilahveli.

Tilraunasálfræði (e. experimental psychology) er elsta undirgrein sálfræði og undirstaða margra hinna. Þeir sem hana stunda reyna að hafa stjórn á öllum mögulegum áhrifaþáttum í tilraunum sínum til að geta ályktað um orsakasamband út frá þeim. Höfundur fjallar nánar um tilraunasálfræði í svari sínu við spurningunni Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?

Vinnu- og skipulagssálfræði (e. organizational and industrial psychology, I/O psychology, occupational psychology) fæst við hegðun fólks á vinnustað. Vinnusálfræðingar reyna að hámarka starfsánægju og auka framleiðni starfsmanna. Þeir reyna líka að hanna starfsumhverfið þann að fólki líði sem best og að samskipti manna og véla gangi greiðlega fyrir sig. Þeir sjá líka stundum um starfsmannamál eins og mannaráðningar og starfsþjálfun.

Þroskasálfræði (e. developmental psychology) fjallar um þær líffræðilegu, hugrænu og félagslegu breytingar sem verða á fólki á lífsleiðinni, allt frá því að það fæðist og þar til það deyr. Meðal verkefna þroskasálfræðinga er að kanna hvernig máltaka barna fer fram, hvernig vitsmunaþroski og hreyfigeta breytist og hvernig sjálfsmynd þróast í gegnum árin. Eitt helsta álitamálið innan þroskasálfræði var lengi vel hvort erfðir eða umhverfi móti helst manneskjuna, hugsun hennar og hegðun. Í dag eru hins vegar flestir sammála um að samspil þessara tveggja þátta ráði úrslitum.

Þróunarsálfræði (e. evolutionary psychology) leitast við að skýra hegðun og sálfræðilega eiginleika út frá þeirri þróun sem hefur orðið í gegnum þúsundir eða jafnvel milljónir ára. Þróunarsálfræðingar kanna hvernig eiginleikar eins og sjón, heyrn, tal, minni og jafnvel kynhegðun og félagsleg samskipti völdust úr með náttúruvali og hvaða áhrif það hefur enn á hegðun fólks í nútímasamfélagi.

Heimildir

Myndir

...