Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson?

Jón Yngvi Jóhannsson

Bókin Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson kom út árið 1924 og setur ýmis viðmið samtíma síns, og jafnvel síðari tíma, í uppnám. Eitt þeirra er hugmyndin um bókmenntagreinar. Frá því í fornöld hafa skáld, fræðimenn og aðrir lesendur skipt textum í ólíkar greinar, skáldskap og fræði, ljóð, leikrit, frásagnir sem síðan greinast í smásögur, skáldsögur og svo mætti lengi telja.

Bréf til Láru er ekki skáldsaga, þó eru í bókinni drættir sem við þekkjum úr lestri skáldsagna; hún er ekki smásagnasafn þó eru í henni magnaðar smásögur; hún er ekki ritgerðasafn, þó eru í henni áhrifamiklar ritgerðir. Og þótt hún heiti „bréf" er hún auðvitað ekki sendibréf í hefðbundnum skilningi. Upphaflega var bókin sett upp í formi langs sendibréfs sem Þórbergur skrifar vinkonu sinni á Akureyri, Láru. Textinn sprengir þó af sér form sendibréfsins eins og önnur form. Í seinni útgáfum er engu líkara en að verkið hafi öðlast sjálfstætt líf og höfundurinn bætir við það öðrum bréfum sem flest eru svör til þeirra sem gagnrýndu bókina eða efndu til deilna við höfundinn um efni hennar.

Mynd af Þórbergi Þórðarsyni í Suðursveit árið 1950.

Sterkasti þráðurinn í Bréfi til Láru er sjálfstjáning höfundarins. Bókin er ekki hefðbundin sjálfsævisaga, ekki frekar en önnur verk Þórbergs, en hún lýsir því hvernig höfundurinn reynir í sífellu að skapa sjálfan sig og fóta sig í óreiðukenndum nútíma.

Frá því á árum fyrri heimsstyrjaldar og fram undir 1930 einkennir þessi glíma við sjálfsveruna skrif margra evrópskra höfunda, ekki síst þeirra sem kenndir eru við módernisma. Ásamt efasemdum um tungumálið sem fyrr voru nefndar er hún kannski gildasti þráðurinn í verkum þeirra. Þetta birtist skýrt í Bréfi til Láru en ekki síður í öðru skáldverki sem kom út þremur árum seinna og hefur löngum verið samferða Bréfinu í skrifum fræðimanna, Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

13.12.2023

Spyrjandi

Axel

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85480.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2023, 13. desember). Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85480

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85480>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar bókmenntaverk er Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson?
Bókin Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson kom út árið 1924 og setur ýmis viðmið samtíma síns, og jafnvel síðari tíma, í uppnám. Eitt þeirra er hugmyndin um bókmenntagreinar. Frá því í fornöld hafa skáld, fræðimenn og aðrir lesendur skipt textum í ólíkar greinar, skáldskap og fræði, ljóð, leikrit, frásagnir sem síðan greinast í smásögur, skáldsögur og svo mætti lengi telja.

Bréf til Láru er ekki skáldsaga, þó eru í bókinni drættir sem við þekkjum úr lestri skáldsagna; hún er ekki smásagnasafn þó eru í henni magnaðar smásögur; hún er ekki ritgerðasafn, þó eru í henni áhrifamiklar ritgerðir. Og þótt hún heiti „bréf" er hún auðvitað ekki sendibréf í hefðbundnum skilningi. Upphaflega var bókin sett upp í formi langs sendibréfs sem Þórbergur skrifar vinkonu sinni á Akureyri, Láru. Textinn sprengir þó af sér form sendibréfsins eins og önnur form. Í seinni útgáfum er engu líkara en að verkið hafi öðlast sjálfstætt líf og höfundurinn bætir við það öðrum bréfum sem flest eru svör til þeirra sem gagnrýndu bókina eða efndu til deilna við höfundinn um efni hennar.

Mynd af Þórbergi Þórðarsyni í Suðursveit árið 1950.

Sterkasti þráðurinn í Bréfi til Láru er sjálfstjáning höfundarins. Bókin er ekki hefðbundin sjálfsævisaga, ekki frekar en önnur verk Þórbergs, en hún lýsir því hvernig höfundurinn reynir í sífellu að skapa sjálfan sig og fóta sig í óreiðukenndum nútíma.

Frá því á árum fyrri heimsstyrjaldar og fram undir 1930 einkennir þessi glíma við sjálfsveruna skrif margra evrópskra höfunda, ekki síst þeirra sem kenndir eru við módernisma. Ásamt efasemdum um tungumálið sem fyrr voru nefndar er hún kannski gildasti þráðurinn í verkum þeirra. Þetta birtist skýrt í Bréfi til Láru en ekki síður í öðru skáldverki sem kom út þremur árum seinna og hefur löngum verið samferða Bréfinu í skrifum fræðimanna, Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....