Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda óáttun (e. disorientation - hugtakið vísar til þess að fólk getur villst á stöðum sem það ætti að þekkja vel) og bráða sjúkdóma í heilaæðum (e. acute cerebrovascular diseases). Erfiðlega hefur hins vegar gengið að komast nákvæmlega að orsökum þessara einkenna, það er hvort þau eru bein afleiðing COVID-19 eða tengjast frekar almennt bráðum veikindum sem þarfnast innlagnar á gjörgæslu.

Þó er vitað að í alvarlegum tilfellum hefur COVID-19 sérstaklega mikla tilhneigingu til að auka storkuhættu í æðakerfi líkamans. Það getur haft margvíslegar afleiðingar í för með sér, meðal annars myndun blóðsega sem geta dreifst víða um líkamann. Slíkir blóðsegar geta stíflað æðar sem liggja til heila og minnkað blóðflæði þangað - að lokum getur svæðið sem æðin nærir, dáið og valdið varanlegum skaða á heila. Þetta kallast blóðþurrðardrep í heila (e. cerebral infarction) og getur orsakað bráða truflun á starfsemi miðtaugakerfisins, það er heilablóðfall (e. stroke). Þótt þessi fylgikvilli sé mest áberandi í alvarlegum tilfellum COVID-19 hafa heilablóðföll einnig komið fram eftir vægari veikindi, meðal annars hjá ungu og hraustu fólki, en það er sem betur fer sjaldgæft.

Vitað er að COVID-19 getur haft ýmis konar áhrif á heilann en ýmislegt er þó enn óljóst um orsakir og afleiðingar.

COVID-19 getur einnig valdið ástandi sem líkist því sem kallast óráð (e. delirium). Orsakavaldurinn er líklegast starfræn truflun á virkni miðtaugakerfisins og er í raun mögulegur fylgifiskur allra alvarlegra veikinda. Eldra fólk og langveikir eru sérstaklega í hættu hvað þetta varðar.

Í örfáum tilfellum hafa verið merki um bólgu í heilanum sjálfum, svokölluð heilabólga (e. encephalitis). Vegna þessa hafa komið upp vangaveltur um hvort veiran SARS-CoV-2 geti sýkt heilavefinn sjálfan og valdið þar skaða. Til þessa hefur þó ekki verið sýnt fram á slíkt og því eru sjaldgæf tilfelli heilabólgu líklegast frekar óbein afleiðing COVID-19, mögulega vegna skerðingar á súrefnisflutningi um líkamann, mikillar bólgu í líkamanum eða dreifðrar segamyndunar í æðakerfi heilans.

Loks ber að nefna breytingu á lyktar- og bragðskyni sem eru algeng einkenni COVID-19 og sjást í allt að 60% tilfella. Talið er líklegast að þessi einkenni komi fram vegna bólgu í slímhúð nefholsins. Í slímhúðinni eru taugaendar sem senda lyktarskilaboð áfram til lyktarklumbu (e. olfactory bulb – það svæði í heilanum sem vinnur úr lyktarboðum) en mjög stutt er á milli nefslímhúðarinnar og lyktarklumbunnar. Viss gögn benda til þess að SARS-CoV-2 geti haft bein áhrif á lyktarklumbuna og meira að segja sýkt frumur á því svæði. Þetta eru hins vegar enn sem komið er aðeins tilgátur.

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin var:
Ég er með eina fyrirspurn til ritstjórnarinnar varðandi þessa nýju rannsókn sem virðist benda til þess að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum. Ég er ekki mjög klár í þessum fræðum og vil helst ekki bulla eitthvað og ætlaði að athuga hvort þið gætuð aðstoðað mig með þetta: Scientists warn of potential wave of COVID-linked brain damage | Reuters

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

27.10.2020

Spyrjandi

Guðrún Hálfdánardóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?“ Vísindavefurinn, 27. október 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80369.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 27. október). Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80369

Jón Magnús Jóhannesson. „Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80369>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda óáttun (e. disorientation - hugtakið vísar til þess að fólk getur villst á stöðum sem það ætti að þekkja vel) og bráða sjúkdóma í heilaæðum (e. acute cerebrovascular diseases). Erfiðlega hefur hins vegar gengið að komast nákvæmlega að orsökum þessara einkenna, það er hvort þau eru bein afleiðing COVID-19 eða tengjast frekar almennt bráðum veikindum sem þarfnast innlagnar á gjörgæslu.

Þó er vitað að í alvarlegum tilfellum hefur COVID-19 sérstaklega mikla tilhneigingu til að auka storkuhættu í æðakerfi líkamans. Það getur haft margvíslegar afleiðingar í för með sér, meðal annars myndun blóðsega sem geta dreifst víða um líkamann. Slíkir blóðsegar geta stíflað æðar sem liggja til heila og minnkað blóðflæði þangað - að lokum getur svæðið sem æðin nærir, dáið og valdið varanlegum skaða á heila. Þetta kallast blóðþurrðardrep í heila (e. cerebral infarction) og getur orsakað bráða truflun á starfsemi miðtaugakerfisins, það er heilablóðfall (e. stroke). Þótt þessi fylgikvilli sé mest áberandi í alvarlegum tilfellum COVID-19 hafa heilablóðföll einnig komið fram eftir vægari veikindi, meðal annars hjá ungu og hraustu fólki, en það er sem betur fer sjaldgæft.

Vitað er að COVID-19 getur haft ýmis konar áhrif á heilann en ýmislegt er þó enn óljóst um orsakir og afleiðingar.

COVID-19 getur einnig valdið ástandi sem líkist því sem kallast óráð (e. delirium). Orsakavaldurinn er líklegast starfræn truflun á virkni miðtaugakerfisins og er í raun mögulegur fylgifiskur allra alvarlegra veikinda. Eldra fólk og langveikir eru sérstaklega í hættu hvað þetta varðar.

Í örfáum tilfellum hafa verið merki um bólgu í heilanum sjálfum, svokölluð heilabólga (e. encephalitis). Vegna þessa hafa komið upp vangaveltur um hvort veiran SARS-CoV-2 geti sýkt heilavefinn sjálfan og valdið þar skaða. Til þessa hefur þó ekki verið sýnt fram á slíkt og því eru sjaldgæf tilfelli heilabólgu líklegast frekar óbein afleiðing COVID-19, mögulega vegna skerðingar á súrefnisflutningi um líkamann, mikillar bólgu í líkamanum eða dreifðrar segamyndunar í æðakerfi heilans.

Loks ber að nefna breytingu á lyktar- og bragðskyni sem eru algeng einkenni COVID-19 og sjást í allt að 60% tilfella. Talið er líklegast að þessi einkenni komi fram vegna bólgu í slímhúð nefholsins. Í slímhúðinni eru taugaendar sem senda lyktarskilaboð áfram til lyktarklumbu (e. olfactory bulb – það svæði í heilanum sem vinnur úr lyktarboðum) en mjög stutt er á milli nefslímhúðarinnar og lyktarklumbunnar. Viss gögn benda til þess að SARS-CoV-2 geti haft bein áhrif á lyktarklumbuna og meira að segja sýkt frumur á því svæði. Þetta eru hins vegar enn sem komið er aðeins tilgátur.

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin var:
Ég er með eina fyrirspurn til ritstjórnarinnar varðandi þessa nýju rannsókn sem virðist benda til þess að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum. Ég er ekki mjög klár í þessum fræðum og vil helst ekki bulla eitthvað og ætlaði að athuga hvort þið gætuð aðstoðað mig með þetta: Scientists warn of potential wave of COVID-linked brain damage | Reuters
...