$x^2=x\cdot x$ (Lesið: $x$ í öðru veldi er sama sem $x$ sinnum $x$ eða $x$ margfaldað með sjálfu sér)Fyrir heilar plústölur $n$ skilgreinum við síðan
$x^n=x\cdot...\cdot x$ ($n$ sinnum) (Lesið: $x$ í $n$-ta veldi er sama sem $x$ margfaldað með sjálfu sér $n$ sinnum)Þá skoðum við margfeldið $x^n$ sinnum $x^m$:
$x^n\cdot x^m$ $=x\cdot...\cdot x$ ($n$ sinnum)$\cdot x\cdot...\cdot x$ ($m$ sinnum) $=x\cdot...\cdot x$ ($n+m$ sinnum) $=x^{n+m}$Nú viljum við alhæfa þessa jöfnu þannig að hún gildi líka þegar $m=0$. Við fáum þá
$x^n\cdot x^0=x^{n+0}$Við notum okkur að $n+0=n$:
$x^n\cdot x^0=x^n$Ef $x$ er ekki $0$ hér má stytta $x^n$ út og við fáum það sem um var spurt:
$x^0=1$Það er sem sé ekki alveg rétt sem fullyrt er í spurningunni að þetta gildi fyrir öll $x$, heldur gildir það aðeins ef $x$ er ekki $0$. Þegar $x=0$ er $x^0$ óskilgreint, svipað og $\frac{x}{0}$ eða $\frac{0}{0}$ sem margir kannast væntanlega við. Á þennan hátt er hægt að halda áfram í skrefum og skilgreina til dæmis $x^{-n}$ þegar veldisvísirinn $-n$ er heil mínustala. Þannig fæst á mjög svipaðan hátt að eðlilegt sé að setja
$x^{-n}=\frac{1}{x^n}$Svo má skilgreina $x^{\frac{n}{m}}$ þegar $n$ og $m$ eru heilar tölur. Veldisvísirinn $\frac{n}{m}$ er þá kallaður almennt brot. Og þannig gætum við haldið áfram. Þessi fræði eru síðan undirstaða veldisvísisfallsins $e^x$ og lograns (lógaritmans) $log(x)$ eða $ln(x)$. Reglan um að $x^0=1$ endurspeglast til dæmis í því að $log(1) = 0$.