g = (9,8 m/s2) / Log fæst þá rétt þyngdarhröðun sem er háð leti hvers hlutar. Dauðir hlutir geta ekki verið verið latir og sömuleiðis eru flestar lífverur hvorki sérlega latar né einstaklega vinnusamar. Venjulega er því L ≈ 1. Þegar um einstaklega latar lífverur er að ræða verður letitalan aftur á móti svo stór að hröðun þeirra verður mun minni en annars, því þegar deilt er með stórri tölu verður útkoman lítil. Fyrrnefndir vísindamenn reiknuðu til að mynda út að letitala ánamaðks væri 1,2, letitala snigils væri 1,8 og samsvarandi tala letidýrs væri 2,0. Samkvæmt útreikningum þeirra er hröðun letidýrs því aðeins 4,9 m/s2. Vísindakonan Move Yerbutt hefur raunprófað kenningu Imas Nail og Don Wanna um hröðun letidýra. Hún endurtók fræga tilraun Galileós Galilei, en hann sleppti tveimur misþungum boltum ofan af skakka turninum í Písa. Þeir féllu nær samtímis til jarðar, og er það í samræmi við þyngdarlögmál Newtons sem segir að hröðun þeirra sé sú sama. Auk boltanna tveggja sleppti Yerbutt letidýri og mældi fallhraða þess. Eins og Nail og Wanna spáðu var letidýrið mun lengur á leiðinni en boltarnir tveir. Vegna mótmæla dýraverndunarsamtaka neyddist Yerbutt að vísu til að setja fallhlíf á letidýrið en allir færustu letifræðingar heims eru sammála um að það dragi alls ekki úr gildi niðurstaðanna. Auk þess var slökkvilið Písa-borgar kallað til með öryggisnet til að taka á móti dýrunum eftir fallið og eru þau enn að krafla sig út úr netinu. Með tilraunum þessum telst sannað að hröðun letidýra, að minnsta kosti þegar þau falla niður úr skökkum turnum, sé miklu minni en annarra dýra. Þeim sem hafa nennt að lesa þetta svar til enda skal bent á að þetta er föstudagssvar. Sá sem hefur nennu til að taka alvarlega eitthvað sem í því stendur gerir það alfarið á eigin ábyrgð.
Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?
Útgáfudagur
5.8.2005
Spyrjandi
Silja Traustadóttir
Tilvísun
Ritstjórn Vísindavefsins. „Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5180.
Ritstjórn Vísindavefsins. (2005, 5. ágúst). Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5180
Ritstjórn Vísindavefsins. „Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5180>.