Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 276 svör fundust
Ef maður ropar ekki, rekur maður þá meira við?
Líklega er réttast að svara þessari spurningu með því að svo þarf ekki að vera. Loft sem fer út úr líkamanum sem ropi kemur í flestum tilfellum úr maga eða vélinda og er upphaflega loft sem maður hefur gleypt. Loft sem kemur út um hinn endann myndast oftast í ristlinum þegar bakteríur sem búa þar brjóta ni...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?
Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...
Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi? G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta h...
Virkar silfur gegn örverum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...
Hvað er genaklónun, hvernig fer hún fram og í hvaða tilgangi?
Með genaklónun eða einræktun gena er átt við það þegar gen eru einangruð, flutt inn í genaferjur og látin margfaldast með þeim í lifandi frumum. Genaferjurnar eru oftast nær annað hvort veirur eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem fjölga sér óháð litningi hýsilfrumunnar. Fyrstu tilraunir með...
Hvað er gerilsneyðing?
Gerilsneyðing er íslenskt heiti yfir hugtakið pasteurization sem á við um frekar væga hitameðhöndlun matvæla. Erlenda heitið vísar til franska vísindamannsins Louis Pasteur sem þróaði aðferðina á seinni hluta 19. aldar til að koma í veg fyrir að vín spilltist. Gerilsneyðingu er mikið beitt í framleiðslu matvæla, s...
Af hverju eru sniglar slímugir?
Sniglar framleiða slím til að auðvelda þeim að skríða. Yst í húð snigilsins eru frumur sem seyta slímkenndu efni. Slímið gerir sniglinum auðveldara að smjúga eftir undirlaginu. Í slími snigla er sykurprótín sem getur drepið bakteríur. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Fæðast sniglar með skel? eftir Jón Má Halld...
Hvað er sveppasýking?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um sveppasýkingar, þeirra á meðal:Hvað er vitað um offjölgun Candida albicans í líkama (gersveppasýking)? Hver er orsök og meðferð við sveppasýkingar í munni? Hvað er gersveppasýking? Svarið hér á eftir er um sveppasýkingar almennt en ekki um einkenni og meðferð v...
Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?
Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í...
Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?
Já, það er hægt að fá einkirningasótt (mononucleosis infectiosa) án þess að vera með hálskirtla. Hálskirtlarnir eru í raun ekki kirtlar heldur eitilvefur aftarlega í hálsinum. Þetta er ekki eini eitilvefurinn í hálsi því þar finnast einnig stakir eitlar sem líkt og hálskirtlarnir eru hluti af ónæmiskerfinu. Við ma...
Af hverju er lykt af prumpi og hver fann upp orðið prump?
Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi. Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump. Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki. Lyktin sem fylgir oft vindgangi...
Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?
Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...
Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þet...
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...
Hvað er afjónað vatn og til hvers er það notað?
Kranavatn er mishreint í heiminum. Íslenska kranavatnið þykir hreint þrátt fyrir að innihalda fjölmörg steinefni (e. minerals), það er uppleyst jónaefni. Vegna þessara aukaefna er kranavatn sjaldan notað í tilraunir eða við mælingar á rannsóknarstofum enda geta óæskileg efni í vatninu haft áhrif á niðurstöður mæli...