Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?

Doktor.is

Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í hálsi og á órofinni húð án þess að að sjúklingurinn sýni nokkur einkenni. Sýkingin nær oftast fótfestu eftir minni háttar húðrof.

Einkenni

Kossageit byrjar oftast sem litlar blöðrur sem rofna auðveldlega og við það myndast gulleitt hrúður sem situr fast. Útbrotin eru algengust í andliti og á höndum. Stöku sinnum geta margar litlar blöðrur runnið saman og getur þá myndast stórt svæði þakið gulleitu hrúðri. Oft fylgir þessu kláði og er hætta á að sýkingin breiðist út ef viðkomandi klórar sér. Engir verkir eru á sýkingarsvæðinu og önnur einkenni eru lítil sem engin. Sýkingin gengur yfir án örmyndunar.



Hér sést hvernig einkenni kossageitar geta litið út.

Smitleiðir

Kossageit smitast auðveldlega og smit innan fjölskyldu og í daggæslu barna er vel þekkt vandamál. Bakterían kemst á fingur og hendur þegar komið er við útbrotin og þannig berst smitið áfram til annarra. Smit getur einnig borist á milli með hlutum, til dæmis leikföngum og handklæðum.

Greining

Greining fæst í flestum tilfellum við skoðun hjá lækni. Hægt er að taka sýni úr útbrotunum og setja í rannsókn. Þar eru ræktaðar upp bakteríurnar úr sýninu og þannig fæst vitneskja um hvaða baktería veldur sýkingunni og um næmi hennar við sýklalyfjum.

Meðferð

Oft er engin þörf á sýklalyfjameðferð heldur nægir að þvo útbrotin með vatni og sápu, mýkja hrúðrið og fjarlægja það varlega. Ef sú meðferð dugar ekki má nota sýkladrepandi krem (Fucidin eða Topicin), en þó er vel þekkt að bakteríurnar séu ónæmar gegn þeim lyfjum. Ef kossageit er mjög útbreidd getur sýklalyfjameðferð með töflum eða eða lyfi á fljótandi formi reynst nauðsynleg.

Forvarnir

Ekki er til bóluefni gegn kossageit og er besta forvörnin hreinlæti og góður handþvottur.

Aðgerðir til að forðast smit

Góður handþvottur ásamt því að nota alltaf sitt eigið handklæði eða einnota pappírsþurrkur er mjög mikilvægur þáttur í að stöðva útbreiðslu smits. Einnig er mikilvægt að klippa neglur á höndum en bakteríur geta leynst og dafnað undir nöglum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd: Bioinformatica

Þetta svar er tekið af vefsetrinu Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

1.11.2007

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6880.

Doktor.is. (2007, 1. nóvember). Hvað er kossageit og hvernig smitast hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6880

Doktor.is. „Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6880>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?
Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í hálsi og á órofinni húð án þess að að sjúklingurinn sýni nokkur einkenni. Sýkingin nær oftast fótfestu eftir minni háttar húðrof.

Einkenni

Kossageit byrjar oftast sem litlar blöðrur sem rofna auðveldlega og við það myndast gulleitt hrúður sem situr fast. Útbrotin eru algengust í andliti og á höndum. Stöku sinnum geta margar litlar blöðrur runnið saman og getur þá myndast stórt svæði þakið gulleitu hrúðri. Oft fylgir þessu kláði og er hætta á að sýkingin breiðist út ef viðkomandi klórar sér. Engir verkir eru á sýkingarsvæðinu og önnur einkenni eru lítil sem engin. Sýkingin gengur yfir án örmyndunar.



Hér sést hvernig einkenni kossageitar geta litið út.

Smitleiðir

Kossageit smitast auðveldlega og smit innan fjölskyldu og í daggæslu barna er vel þekkt vandamál. Bakterían kemst á fingur og hendur þegar komið er við útbrotin og þannig berst smitið áfram til annarra. Smit getur einnig borist á milli með hlutum, til dæmis leikföngum og handklæðum.

Greining

Greining fæst í flestum tilfellum við skoðun hjá lækni. Hægt er að taka sýni úr útbrotunum og setja í rannsókn. Þar eru ræktaðar upp bakteríurnar úr sýninu og þannig fæst vitneskja um hvaða baktería veldur sýkingunni og um næmi hennar við sýklalyfjum.

Meðferð

Oft er engin þörf á sýklalyfjameðferð heldur nægir að þvo útbrotin með vatni og sápu, mýkja hrúðrið og fjarlægja það varlega. Ef sú meðferð dugar ekki má nota sýkladrepandi krem (Fucidin eða Topicin), en þó er vel þekkt að bakteríurnar séu ónæmar gegn þeim lyfjum. Ef kossageit er mjög útbreidd getur sýklalyfjameðferð með töflum eða eða lyfi á fljótandi formi reynst nauðsynleg.

Forvarnir

Ekki er til bóluefni gegn kossageit og er besta forvörnin hreinlæti og góður handþvottur.

Aðgerðir til að forðast smit

Góður handþvottur ásamt því að nota alltaf sitt eigið handklæði eða einnota pappírsþurrkur er mjög mikilvægur þáttur í að stöðva útbreiðslu smits. Einnig er mikilvægt að klippa neglur á höndum en bakteríur geta leynst og dafnað undir nöglum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd: Bioinformatica

Þetta svar er tekið af vefsetrinu Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi....