Margt getur orsakað blöðrur á húðinni. Má þar fyrst nefna ertingu, sem til dæmis getur orðið þegar eitthvað nuddast við húðina. Margir kannast til að mynda við blöðrur á fótum vegna þess að skór eru of þröngir eða núast við fótinn af öðrum ástæðum, eða þá einfaldlega vegna langra gönguferða. Ertandi efni, mikill kuldi eða hiti geta einnig valdið blöðrum. Mikill kuldi getur komið af stað kali, en þegar húðin fer að hitna á ný myndast oft blöðrur. Hvers kyns bruni, jafnvel sólbruni, getur einnig valdið blöðrumyndun. Blöðrur geta líka stafað af snertihúðbólgu (e. contact dermatitis) sem eru viðbrögð við tilteknu ertandi efni. Allt eru þetta dæmi um ertingu á húðinni. Snertiofnæmi (e. allergic contact dermatitis) er ein gerð af húðbólgu eða exemi (e. eczema) og getur valdið blöðrum. Það stafar af ofnæmi fyrir tilteknu efni, til dæmis málmi í skartgripum (nikkelofnæmi), eða eitri, til dæmis frá brenninetlum (e. poison ivy). Sumar tegundir sýkinga hafa í för með sér blöðrumyndun og má þar nefna hrúður- eða kossageit sem ákveðin tegund klasabaktería (Staphylococcus) veldur. Veirusýkingar geta einnig valdið blöðrum. Þær helstu eru veirurnar Herpes simplex I og II (frunsur ofan og neðan mittis), Varicella zoster, sem veldur bæði hlaupabólu og ristli, og coxsackie veirusýkingar sem eru algengari í bernsku. Þekktur sjúkdómur í síðast talda hópnum er gin- og klaufaveiki en hún smitast ekki í menn. Ýmsir húðsjúkdómar einkennast af blöðrumyndun. Þar má nefna húðupphlaup (e. pemphigoid), blöðrusótt (e. pemphigus) og kláða sem talinn er tengjast glútenóþoli (e. dermatitis hepetiformis). Ennfremur eru þekktir arfgengir blöðrumyndunarkvillar, eins og Epidermolysis bullosa þar sem þrýstingur eða áverki á húð leiðir til blöðrumyndunar eða Porphyria cutanea tarda þar sem sólarljós framkallar blöðrumyndun. Höfundi er því miður ekki kunnugt um íslenskt heiti þessara kvilla en báðir flokkast þeir undir ofurnæmi (e. hypersensitivity). Mörg lyf geta valdið blöðrumyndun. Sum lyf, svo sem nalídixsýra (NegGram) og fúrósemíð (Lasix) geta vakið viðbrögð sem enda með blöðrumyndun í húð. Önnur lyf, eins og doxýsýklín (Vibramycin) auka líkur á blöðrumyndandi sólbruna með því að gera húðina viðkvæmari fyrir sólarljósi. Enn önnur geta haft mun afdrifaríkari áhrif og ýtt undir alvarlegri, jafnvel lífshættulega, blöðrumyndandi kvilla. Dæmi um slíkt er Lyell’s-heilkenni (einnig kallað TEN) sem lýsir sér í roða og mikilli blöðrumyndun á 30% eða meira af húðinni. Í kjölfarið geta skemmdir á húðinni orðið mjög alvarlegar og nái þær í gegnum yfirhúðina, líkt og við annars stigs brunasár, getur komið drep í blöðrurnar sem veldur því að húðin flagnar af. Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni: Af hverju fær maður blöðrur? Heimildir og mynd:
Margt getur orsakað blöðrur á húðinni. Má þar fyrst nefna ertingu, sem til dæmis getur orðið þegar eitthvað nuddast við húðina. Margir kannast til að mynda við blöðrur á fótum vegna þess að skór eru of þröngir eða núast við fótinn af öðrum ástæðum, eða þá einfaldlega vegna langra gönguferða. Ertandi efni, mikill kuldi eða hiti geta einnig valdið blöðrum. Mikill kuldi getur komið af stað kali, en þegar húðin fer að hitna á ný myndast oft blöðrur. Hvers kyns bruni, jafnvel sólbruni, getur einnig valdið blöðrumyndun. Blöðrur geta líka stafað af snertihúðbólgu (e. contact dermatitis) sem eru viðbrögð við tilteknu ertandi efni. Allt eru þetta dæmi um ertingu á húðinni. Snertiofnæmi (e. allergic contact dermatitis) er ein gerð af húðbólgu eða exemi (e. eczema) og getur valdið blöðrum. Það stafar af ofnæmi fyrir tilteknu efni, til dæmis málmi í skartgripum (nikkelofnæmi), eða eitri, til dæmis frá brenninetlum (e. poison ivy). Sumar tegundir sýkinga hafa í för með sér blöðrumyndun og má þar nefna hrúður- eða kossageit sem ákveðin tegund klasabaktería (Staphylococcus) veldur. Veirusýkingar geta einnig valdið blöðrum. Þær helstu eru veirurnar Herpes simplex I og II (frunsur ofan og neðan mittis), Varicella zoster, sem veldur bæði hlaupabólu og ristli, og coxsackie veirusýkingar sem eru algengari í bernsku. Þekktur sjúkdómur í síðast talda hópnum er gin- og klaufaveiki en hún smitast ekki í menn. Ýmsir húðsjúkdómar einkennast af blöðrumyndun. Þar má nefna húðupphlaup (e. pemphigoid), blöðrusótt (e. pemphigus) og kláða sem talinn er tengjast glútenóþoli (e. dermatitis hepetiformis). Ennfremur eru þekktir arfgengir blöðrumyndunarkvillar, eins og Epidermolysis bullosa þar sem þrýstingur eða áverki á húð leiðir til blöðrumyndunar eða Porphyria cutanea tarda þar sem sólarljós framkallar blöðrumyndun. Höfundi er því miður ekki kunnugt um íslenskt heiti þessara kvilla en báðir flokkast þeir undir ofurnæmi (e. hypersensitivity). Mörg lyf geta valdið blöðrumyndun. Sum lyf, svo sem nalídixsýra (NegGram) og fúrósemíð (Lasix) geta vakið viðbrögð sem enda með blöðrumyndun í húð. Önnur lyf, eins og doxýsýklín (Vibramycin) auka líkur á blöðrumyndandi sólbruna með því að gera húðina viðkvæmari fyrir sólarljósi. Enn önnur geta haft mun afdrifaríkari áhrif og ýtt undir alvarlegri, jafnvel lífshættulega, blöðrumyndandi kvilla. Dæmi um slíkt er Lyell’s-heilkenni (einnig kallað TEN) sem lýsir sér í roða og mikilli blöðrumyndun á 30% eða meira af húðinni. Í kjölfarið geta skemmdir á húðinni orðið mjög alvarlegar og nái þær í gegnum yfirhúðina, líkt og við annars stigs brunasár, getur komið drep í blöðrurnar sem veldur því að húðin flagnar af. Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni: Af hverju fær maður blöðrur? Heimildir og mynd: