Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarlegum sýkingum, svo sem húðsýkingum, skurðsárasýkingum og blöðrubólu nýbura. Við alvarlegar sýkingar af völdum Staphylococcus aureus þarf að nota sýklalyf og þá hefur lyfið Meticillin helst verið notað. Nú ber æ oftar á afbrigðum bakteríunnar sem eru ónæm fyrir Meticillini og jafnframt fleiri sýklalyfjum og kallast þessi afbrigði MÓSA. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið smit sama og sýking eða smitun. MÓSA-smit er því sýking einhvers staðar í eða á líkama af völdum Meticillin ónæmra Staphylococcus aureus baktería. Við sýkingu af völdum MÓSA þarf því að nota önnur sýklalyf en áður dugðu, sem oft hafa meiri aukaverkanir og eru miklu mun dýrari. MÓSA getur, alveg eins og venjuleg Staphylococcus aureus baktería, lifað á húð og í nefi manna án þess að valda nokkrum einkennum. Í báðum tilfellum getur svo bakterían dreifst frá þeim sem hýsir hana og valdið smiti, komist hún í móttækilegan einstakling, eða nýr einstaklingur verður beri. Helsta dreifingar- og smitleið er með höndum til dæmis þeirra sem bera hana í nefi. MÓSA er enn sjaldgæf á Íslandi, en nái hún bólfestu á sjúkrahúsum getur reynst erfitt og kostnaðarsamt að uppræta hana. Á mörgum sjúkrahúsum erlendis, einkum utan Norðurlanda, eru sýkingar af völdum MÓSA vandamál. Því hafa flest sjúkrahús hér á landi sett ákveðnar reglur um markvissa leit að MÓSA við innlögn sjúklinga sem nýlega hafa legið á sjúkrahúsum erlendis og einnig hjá starfsmönnum sem koma úr vinnu á sjúkrahúsum annarra landa.
Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarlegum sýkingum, svo sem húðsýkingum, skurðsárasýkingum og blöðrubólu nýbura. Við alvarlegar sýkingar af völdum Staphylococcus aureus þarf að nota sýklalyf og þá hefur lyfið Meticillin helst verið notað. Nú ber æ oftar á afbrigðum bakteríunnar sem eru ónæm fyrir Meticillini og jafnframt fleiri sýklalyfjum og kallast þessi afbrigði MÓSA. Samkvæmt íslenskri orðabók er orðið smit sama og sýking eða smitun. MÓSA-smit er því sýking einhvers staðar í eða á líkama af völdum Meticillin ónæmra Staphylococcus aureus baktería. Við sýkingu af völdum MÓSA þarf því að nota önnur sýklalyf en áður dugðu, sem oft hafa meiri aukaverkanir og eru miklu mun dýrari. MÓSA getur, alveg eins og venjuleg Staphylococcus aureus baktería, lifað á húð og í nefi manna án þess að valda nokkrum einkennum. Í báðum tilfellum getur svo bakterían dreifst frá þeim sem hýsir hana og valdið smiti, komist hún í móttækilegan einstakling, eða nýr einstaklingur verður beri. Helsta dreifingar- og smitleið er með höndum til dæmis þeirra sem bera hana í nefi. MÓSA er enn sjaldgæf á Íslandi, en nái hún bólfestu á sjúkrahúsum getur reynst erfitt og kostnaðarsamt að uppræta hana. Á mörgum sjúkrahúsum erlendis, einkum utan Norðurlanda, eru sýkingar af völdum MÓSA vandamál. Því hafa flest sjúkrahús hér á landi sett ákveðnar reglur um markvissa leit að MÓSA við innlögn sjúklinga sem nýlega hafa legið á sjúkrahúsum erlendis og einnig hjá starfsmönnum sem koma úr vinnu á sjúkrahúsum annarra landa.