Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi?G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta hennar. G-mjólkin er eins og önnur mjólk að öðru leyti en því að kröftugri hitameðferð er beitt til að auka geymsluþolið enn frekar.
Heimildir:
- G-vörur - Ms.is. (Sótt 12.10.2021).
- Eftir ráðuneytum | Reglugerðasafn. (Sótt 12.10.2021).
Mynd:
- MS g-mjólk 250ml - Vefverslun - Hagkaup. (Sótt 12.10.2021).