Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er gerilsneyðing?

Snædís Huld Björnsdóttir

Gerilsneyðing er íslenskt heiti yfir hugtakið pasteurization sem á við um frekar væga hitameðhöndlun matvæla. Erlenda heitið vísar til franska vísindamannsins Louis Pasteur sem þróaði aðferðina á seinni hluta 19. aldar til að koma í veg fyrir að vín spilltist. Gerilsneyðingu er mikið beitt í framleiðslu matvæla, sér í lagi drykkjarvara eins og ávaxtasafa, bjórs og mjólkur sem eru vel þekktar með tilliti til samsetningar örvera.

Gerilsneyðing miðar einkum að því að eyða sjúkdómsvaldandi örverum (ekki bara þeim er gerja, það er gerlum) sem geta borist með matvælum. Á sama tíma dregur hún verulega úr fjölda örvera sem geta skemmt matinn og því geymast slíkar vörur lengur við réttar aðstæður, það er í kæli.

Gerilsneyðing er hitameðhöndlun matvöru er miðar að því að hámarka öryggi hennar með tilliti til smithættu en þó að lágmarka áhrif á eiginleika eins og bragðgæði og næringargildi.

Með gerilsneyðingu er stefnt að því að hámarka öryggi matvöru með tilliti til smithættu en þó að lágmarka áhrif á eiginleika vörunnar eins og bragð, áferð og næringargildi. Hitunin getur til dæmis verið framkvæmd við 63°C í 30 mínútur. Fullkominn tækjabúnaður sem leyfir hraðar hitabreytingar gerir svo kleift að gerilsneyða við enn hærri hita í stuttan tíma eins og við 72-95°C í 15-20 sekúndur. Slíkum aðferðum er gjarnan beitt á ferskvöru sem fæst kæld eins og mjólk og ávaxtasafa. Til að auka geymsluþolið frekar má nota enn hærri hita eins og lýst er í svari við spurningunni Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk? en þá verða áhrifin á eiginleika vörunnar meiri.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

19.10.2021

Spyrjandi

Björn

Tilvísun

Snædís Huld Björnsdóttir. „Hvað er gerilsneyðing?“ Vísindavefurinn, 19. október 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82579.

Snædís Huld Björnsdóttir. (2021, 19. október). Hvað er gerilsneyðing? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82579

Snædís Huld Björnsdóttir. „Hvað er gerilsneyðing?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82579>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er gerilsneyðing?
Gerilsneyðing er íslenskt heiti yfir hugtakið pasteurization sem á við um frekar væga hitameðhöndlun matvæla. Erlenda heitið vísar til franska vísindamannsins Louis Pasteur sem þróaði aðferðina á seinni hluta 19. aldar til að koma í veg fyrir að vín spilltist. Gerilsneyðingu er mikið beitt í framleiðslu matvæla, sér í lagi drykkjarvara eins og ávaxtasafa, bjórs og mjólkur sem eru vel þekktar með tilliti til samsetningar örvera.

Gerilsneyðing miðar einkum að því að eyða sjúkdómsvaldandi örverum (ekki bara þeim er gerja, það er gerlum) sem geta borist með matvælum. Á sama tíma dregur hún verulega úr fjölda örvera sem geta skemmt matinn og því geymast slíkar vörur lengur við réttar aðstæður, það er í kæli.

Gerilsneyðing er hitameðhöndlun matvöru er miðar að því að hámarka öryggi hennar með tilliti til smithættu en þó að lágmarka áhrif á eiginleika eins og bragðgæði og næringargildi.

Með gerilsneyðingu er stefnt að því að hámarka öryggi matvöru með tilliti til smithættu en þó að lágmarka áhrif á eiginleika vörunnar eins og bragð, áferð og næringargildi. Hitunin getur til dæmis verið framkvæmd við 63°C í 30 mínútur. Fullkominn tækjabúnaður sem leyfir hraðar hitabreytingar gerir svo kleift að gerilsneyða við enn hærri hita í stuttan tíma eins og við 72-95°C í 15-20 sekúndur. Slíkum aðferðum er gjarnan beitt á ferskvöru sem fæst kæld eins og mjólk og ávaxtasafa. Til að auka geymsluþolið frekar má nota enn hærri hita eins og lýst er í svari við spurningunni Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk? en þá verða áhrifin á eiginleika vörunnar meiri.

Heimildir:

Mynd:...