Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þetta mýta eða?Stutta svarið er einfaldlega: Þetta er mýta. Laukur á náttborðinu ver okkur ekki gegn veirum eða öðrum sýklum. Það er örugglega alveg skaðlaust að sofa með lauk þó að lyktin sé nú varla góð. Mýtur eru hins vegar skaðlegar þegar við treystum á þær í blindni og notum ekki sannreyndar aðferðir.
- Karl R. Matthews o.fl. Food Microbiology, 4. útg., 2017, ASM Press.
- CDC 2020. How COVID-19 Spreads. (Sótt 8.02.2021).
- Onion on a transparent table free image. (Sótt 8.02.2021).