Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2093 svör fundust
Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?
Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon? Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju? Geta kettir verið andvaka? Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag? Hvað er úrkoma í grennd? ...
Hvað heitir japanska fyrirbærið karaoke á íslensku?
Þótt orðið karaoke sé ekki alveg nýtt í málinu hefur ekkert eitt íslenskt orð fest sem nýyrði yfir þetta hugtak. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar eru fjögur orð sem þangað hafa borist. Þau eru: lagvísir, sem sennilega er þannig hugsað að það vísar á lagið, hjálpar til við að halda lagi tónhjarl, karlky...
Þar sem enginn lofthjúpur er á tunglinu, hvernig gátu tunglfararnir þá talað saman?
Þessi spurning er ein af þeim sem kann að koma spánskt fyrir sjónir en er í rauninni afar eðlileg og tekur á grundvallaratriðum í náttúrunni sem margir gera sér ekki grein fyrir. Það er hárrétt athugað hjá spyrjanda að hljóð berst ekki milli staða nema eitthvert efni sé þar til að bera það. Þegar við tölum sama...
Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?
Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...
Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?
Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skiln...
Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?
Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...
Hvað er heitt á tunglinu?
Við sjáum tunglið vel vegna þess að það endurkastar geislum sólarinnar. Enginn getur lifað á tunglinu því að þar er ekkert loft og þess vegna ekki heldur neitt súrefni. Lofthjúpur mundi líka halda hitastiginu sæmilega stöðugu en það er mjög breytilegt. Yfirborð tunglsins hitnar þegar það snýr að sólinni og þá ...
Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?
Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...
Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?
Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins. Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir hal...
Mega hjón vera jörðuð í eina og sama duftkerinu?
Já, það er ekkert sem bannar að hjón séu deili duftkeri og það hefur verið gert í nokkur skipti. Ef þetta er ákveðið þá þarf að velja stærstu gerð af duftkeri. Duftker þess sem fyrr deyr er geymt í bálstofunni í Fossvogi. Þegar seinni aðilinn er brenndur, er aska hans sett í duftkerið sem síðan er jarðsett með ös...
Af hverju varpast skuggar ekki í lit?
Flestir hlutir kringum okkur lýsa ekki af eigin rammleik og eru einungis sýnilegir af því að ljós frá lýsandi hlutum skín á þá og þeir endurkasta því. Það er þetta endurkastaða ljós sem við sjáum síðan frá þessum hlutum. Venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar, til dæmis sólarljós eða ljós frá venjulegum r...
Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.
Spurningin í heild er sem hér segir:Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...
Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?
Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur ver...