Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við sjáum tunglið vel vegna þess að það endurkastar geislum sólarinnar. Enginn getur lifað á tunglinu því að þar er ekkert loft og þess vegna ekki heldur neitt súrefni. Lofthjúpur mundi líka halda hitastiginu sæmilega stöðugu en það er mjög breytilegt. Yfirborð tunglsins hitnar þegar það snýr að sólinni og þá getur hitinn farið upp í 115° Celsíus eða 215° á Fahrenheit. Ef sólin hins vegar hitar ekki yfirborðið getur hitinn farið niður í –160°C eða -243°F. Á tunglinu er ekkert vatn.
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.