Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson

Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt!

Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu.

Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en eftir að þeir fara fram úr honum er flugið aftur eðlilegt. Spyrjandi vill væntanlega vita hvort einhverjir slíkir straumar eða högg verði líka þegar hlutur fer fram úr tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða.

Eins og áður segir gerist ekkert sérstakt þegar flugvél nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða. Einu raunverulegu skilin eru þegar flugvél nær hljóðhraða og rýfur hljóðmúrinn; engin sérstök skil eru við tvöfaldan eða þrefaldan hljóðhraða.

Eins og myndin sýnir myndar höggbylgjan keilu þar sem flugvélin er í topppunkti. Horn keilunnar verður minna eftir því sem þotan flýgur hraðar. Það þýðir til dæmis að flugvél í láréttu flugi er komin lengra framhjá okkur þegar höggbylgjan berst til jarðarinnar.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

15.1.2002

Spyrjandi

Baldur Jónsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2045.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2002, 15. janúar). Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2045

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2045>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?
Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt!

Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu.

Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en eftir að þeir fara fram úr honum er flugið aftur eðlilegt. Spyrjandi vill væntanlega vita hvort einhverjir slíkir straumar eða högg verði líka þegar hlutur fer fram úr tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða.

Eins og áður segir gerist ekkert sérstakt þegar flugvél nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða. Einu raunverulegu skilin eru þegar flugvél nær hljóðhraða og rýfur hljóðmúrinn; engin sérstök skil eru við tvöfaldan eða þrefaldan hljóðhraða.

Eins og myndin sýnir myndar höggbylgjan keilu þar sem flugvélin er í topppunkti. Horn keilunnar verður minna eftir því sem þotan flýgur hraðar. Það þýðir til dæmis að flugvél í láréttu flugi er komin lengra framhjá okkur þegar höggbylgjan berst til jarðarinnar....