Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?

Geir Þ. Þórarinsson

Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skilning (1690) notar hann raunar orðin „white paper“ eða „hvítt blað“ til þess að lýsa mannshuganum við fæðingu (II.i.2). En hvað þýðir það að hugurinn sé eins og óskrifað blað? Raunhyggjumenn eins og John Locke töldu að engin þekking eða hugtök væru meðfædd heldur væri reynslan uppspretta allrar mannlegrar þekkingar. Andspænis raunhyggjunni var rökhyggjan svonefnda sem lagði áherslu á hlutverk skynseminnar í öflun þekkingar. Um þetta má lesa í svari undirritaðs við spurningunni Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Grískri heimspekingurinn Aristóteles hafði lýst huganum eða skynseminni (gr. nous) með svipuðu orðalagi þegar á 4. öld f.Kr. Hann segir í riti sínu Um sálina:
Á megundarstigi er skynsemin með einhverjum hætti öll hugsunarviðföng, en hún er ekkert þeirra í fullnun, fyrr en hún hugsar. Þessu er eins farið og um ritspjald, sem ekkert er ritað á í fullnun. Það er einmitt það, sem gerist með skynsemina. (429b30-430a2)
Aristóteles er að vísu ekki að lýsa eðli mannshugans við fæðingu eins og Locke, heldur eðli hugsunar almennt. Aristóteles heldur því fram að hugurinn eða skynsemin (nous) geti tekið á sig form hvaða viðfangs sem er rétt eins og það er mögulegt að rita hvaða texta sem er á ritspjaldið en þar til það gerist er hugurinn ómótaður af viðfanginu eins og ritspjald sem ekkert hefur verið ritað á enn þá.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

10.7.2008

Spyrjandi

Klara Gústafsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21717.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 10. júlí). Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21717

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?
Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skilning (1690) notar hann raunar orðin „white paper“ eða „hvítt blað“ til þess að lýsa mannshuganum við fæðingu (II.i.2). En hvað þýðir það að hugurinn sé eins og óskrifað blað? Raunhyggjumenn eins og John Locke töldu að engin þekking eða hugtök væru meðfædd heldur væri reynslan uppspretta allrar mannlegrar þekkingar. Andspænis raunhyggjunni var rökhyggjan svonefnda sem lagði áherslu á hlutverk skynseminnar í öflun þekkingar. Um þetta má lesa í svari undirritaðs við spurningunni Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Grískri heimspekingurinn Aristóteles hafði lýst huganum eða skynseminni (gr. nous) með svipuðu orðalagi þegar á 4. öld f.Kr. Hann segir í riti sínu Um sálina:
Á megundarstigi er skynsemin með einhverjum hætti öll hugsunarviðföng, en hún er ekkert þeirra í fullnun, fyrr en hún hugsar. Þessu er eins farið og um ritspjald, sem ekkert er ritað á í fullnun. Það er einmitt það, sem gerist með skynsemina. (429b30-430a2)
Aristóteles er að vísu ekki að lýsa eðli mannshugans við fæðingu eins og Locke, heldur eðli hugsunar almennt. Aristóteles heldur því fram að hugurinn eða skynsemin (nous) geti tekið á sig form hvaða viðfangs sem er rétt eins og það er mögulegt að rita hvaða texta sem er á ritspjaldið en þar til það gerist er hugurinn ómótaður af viðfanginu eins og ritspjald sem ekkert hefur verið ritað á enn þá.

Mynd:...