Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2 MHz, b) 8MHz, c)12MHz, d)16MHz, og hverjir eru straumar og spennur í fæðulínunni við þessar aðstæður? Aðeins í grófum dráttum.Ef loftnetið er venjulegur grannur hálfbylgjutvípóll án sérstakra ráðstafana til að tryggja bandbreidd, er slæm aðlögun milli fæðilínu og loftnets á téðum tíðnum, sérstaklega á 12 MHz. Mesta spenna og straumur í fæðilínu verða þá mun hærri en ella og tap í henni vex, hugsanlega væri þoli línunnar ofgert. Eftir atvikum gæti áraun á aðlögunarrásina milli sendis og fæðilínu orðið óeðlilega mikil. Þetta fyrirkomulag getur verið réttlætanlegt í einföldunarskyni, ef hámarks nýtni er ekki meginforsenda. Verkfræðileg úrlausn sem sýndi hvort það er viðunandi er of viðamikil fyrir þennan vettvang. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Af hverju verða gervihnettir að vera yfir miðbaug jarðar ef þeir eiga ekki að hringsóla um hana? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er hægt að framleiða rafmagn úr segli og ef svo er þá hvernig? eftir Jón Tómas Guðmundsson
- Hvað gerist ef maður missir þráðlausan síma eða farsíma ofan í baðkarið til sín? Fær maður straum? eftir Vilhjálms Þór Kjartansson