Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 992 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur?

Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir? Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað íslenska ríkið hingað til ef hann hefði verið samþykktur...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos? Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum. Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?

Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?

Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...

category-iconHagfræði

Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?

Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?

Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...

category-iconLögfræði

Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?

Íslenskar ríkisstofnanir eru margar og mismunandi og engin algild skilgreining er til á ríkisstofnun. Í lögum um opinber fjármál er hugtakið ríkisaðili skilgreint sem: „aðilar sem fara með ríkisvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.“ Björg Thorare...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að matreiða og borða kaktus?

Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er. Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst. Til eru...

category-iconLæknisfræði

Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjir eru þjóðhátíðardagar Norðurlandanna?

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna Land Dagur Skýring Álandseyjar9. júníFyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923. Danmörk16. apríl eða 5. júní16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849. Finnla...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir útskrifuðust með BS-gráðu í tölvunarfæði úr íslenskum háskólum árin 2011-2020?

Tölvunarfræði er kennd við tvo háskóla á Íslandi, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann í Reykjavík (HR). Einnig er hægt að stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri en það er í samstarfi við HR og nemendur eru því skráðir í síðarnefnda skólann. Á árunum 2011-2020 fengu 1.708 nemendur BS-gráðu í tölvunarf...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?

Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju vex mosi svona hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er mosi lengi að vaxa og af hverju vex hann svona hægt? Ársvöxtur mosa er mjög breytilegur og mælingar á lengdarvexti sýna allt frá örfáum mm upp í 7 cm á ári. Umhverfisaðstæður skýra að mestu breytileikann í vexti mosa þó að hámarksvöxtur fari eitthvað eftir te...

Fleiri niðurstöður