Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur rannsakað kvennabaráttuna um aldamótin 1900, kvenímyndir og sjálfsmynd kvenna á 19. öld, sendibréf kvenna og kvenfélög. Í doktorsrannsókn sinni skoðaði Erla Hulda menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Þar greindi hún þá orðræðu sem sjá má í dagblöðum um hlutverk, eðli og menntun kvenna og tefldi saman við það sem konur sjálfar hugsuðu og skrifuðu í sendibréfum.

Erla Hulda hefur undanfarin ár fengist við rannsóknir á sendibréfum og ævisagnaritun, einkum í tengslum við rannsókn sína á ævi og bréfum Sigríðar Pálsdóttur (1809–1871), og tekið þátt í norrænum rannsóknarnetverkum á sviði sögulegs læsis og sagnfræðilegum ævisögum. Jafnframt hefur hún unnið að rannsókn á sagnaritun kvenna á fyrri hluta 20. aldar, það er á því hvernig konur skoruðu karlasögu hefðbundinna sagnfræðirita á hólm og leituðust við að skrifa sína eigin menningarsögu fyrir tíma akademískrar kvennasögu.

Erla Hulda hefur meðal annars skrifað um sagnfræðinginn í verki sínu og vettvangsferðir á slóðir atburða eða einstaklinga sem til rannsóknar eru. Hér leggur hún fáeinar gleym-mér-eiar á járnkrossinnn á leiði Sigríðar Pálsdóttur á Breiðabólstað í Fljótshlíð.

Sá þráður er hluti af rannsóknarverkefninu „Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015“, sem Erla Hulda vinnur að ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur dósent og Þorgerði Þorvaldsdóttur sérfræðingi hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Rannsóknin er styrkt af Rannís og er meginmarkmið hennar að skoða hvenær og hvernig konur urðu fullgildir þegnar í samfélagi sem hafði veitt þeim sömu réttindi og karlar en ekki að fullu viðurkennt það rými sem þær þurftu til þess að nýta þau réttindi.

Erla Hulda hefur tekið þátt í evrópskum og norrænum rannsóknarnetverkum á sviði sagnfræði og kynjafræða og birt fjölda greina um rannsóknir sínar, bæði á íslensku og ensku.

Erla Hulda fæddist árið 1966 og ólst upp á Snæfellsnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans að Laugarvatni árið 1986, BA-prófi í sagnfræði, með almenna bókmenntafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands árið 1989 og MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún lauk doktorsprófi í sagnfræði frá sama skóla árið 2011. Erla Hulda var sjálfstætt starfandi fræðimaður 2011-2013, nýdoktor við Sagnfræðistofnun 2013-2015, fyrir styrk frá Rannís. Hún var sem slík gestafræðimaður við University of Edinburgh 2013-2014 og Umeå Universitet 2014-2015. Hún var sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun 2015-2016 en hefur verið lektor í kvenna- og kynjasögu við Sagnfræði- og heimspekideild frá 2016.

Doktorsritgerð Erlu Huldu, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903, kom út árið 2011.

Mynd:
  • Arnþór Gunnarsson.

Útgáfudagur

13.2.2018

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75281.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75281

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75281>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?
Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur rannsakað kvennabaráttuna um aldamótin 1900, kvenímyndir og sjálfsmynd kvenna á 19. öld, sendibréf kvenna og kvenfélög. Í doktorsrannsókn sinni skoðaði Erla Hulda menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Þar greindi hún þá orðræðu sem sjá má í dagblöðum um hlutverk, eðli og menntun kvenna og tefldi saman við það sem konur sjálfar hugsuðu og skrifuðu í sendibréfum.

Erla Hulda hefur undanfarin ár fengist við rannsóknir á sendibréfum og ævisagnaritun, einkum í tengslum við rannsókn sína á ævi og bréfum Sigríðar Pálsdóttur (1809–1871), og tekið þátt í norrænum rannsóknarnetverkum á sviði sögulegs læsis og sagnfræðilegum ævisögum. Jafnframt hefur hún unnið að rannsókn á sagnaritun kvenna á fyrri hluta 20. aldar, það er á því hvernig konur skoruðu karlasögu hefðbundinna sagnfræðirita á hólm og leituðust við að skrifa sína eigin menningarsögu fyrir tíma akademískrar kvennasögu.

Erla Hulda hefur meðal annars skrifað um sagnfræðinginn í verki sínu og vettvangsferðir á slóðir atburða eða einstaklinga sem til rannsóknar eru. Hér leggur hún fáeinar gleym-mér-eiar á járnkrossinnn á leiði Sigríðar Pálsdóttur á Breiðabólstað í Fljótshlíð.

Sá þráður er hluti af rannsóknarverkefninu „Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015“, sem Erla Hulda vinnur að ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur dósent og Þorgerði Þorvaldsdóttur sérfræðingi hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Rannsóknin er styrkt af Rannís og er meginmarkmið hennar að skoða hvenær og hvernig konur urðu fullgildir þegnar í samfélagi sem hafði veitt þeim sömu réttindi og karlar en ekki að fullu viðurkennt það rými sem þær þurftu til þess að nýta þau réttindi.

Erla Hulda hefur tekið þátt í evrópskum og norrænum rannsóknarnetverkum á sviði sagnfræði og kynjafræða og birt fjölda greina um rannsóknir sínar, bæði á íslensku og ensku.

Erla Hulda fæddist árið 1966 og ólst upp á Snæfellsnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans að Laugarvatni árið 1986, BA-prófi í sagnfræði, með almenna bókmenntafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands árið 1989 og MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún lauk doktorsprófi í sagnfræði frá sama skóla árið 2011. Erla Hulda var sjálfstætt starfandi fræðimaður 2011-2013, nýdoktor við Sagnfræðistofnun 2013-2015, fyrir styrk frá Rannís. Hún var sem slík gestafræðimaður við University of Edinburgh 2013-2014 og Umeå Universitet 2014-2015. Hún var sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun 2015-2016 en hefur verið lektor í kvenna- og kynjasögu við Sagnfræði- og heimspekideild frá 2016.

Doktorsritgerð Erlu Huldu, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903, kom út árið 2011.

Mynd:
  • Arnþór Gunnarsson.

...