Hvað er mosi lengi að vaxa og af hverju vex hann svona hægt?Ársvöxtur mosa er mjög breytilegur og mælingar á lengdarvexti sýna allt frá örfáum mm upp í 7 cm á ári. Umhverfisaðstæður skýra að mestu breytileikann í vexti mosa þó að hámarksvöxtur fari eitthvað eftir tegundum. Mestur lengdarvöxtur hefur mælst í ferskvatns- og votlendismosum. Nokkrar mælingar hafa verið gerðar á vexti hraungambra (Racomitrium lanuginosum) hér á landi: meðalársvöxtur í Þingvallahrauni árin 1990–1992 var 0,75 cm og 1,1 cm á Auðkúluheiði 2006–2007. Í samanburði við æðplöntur verður þó vöxtur mosa að teljast mjög hægur og skýrist það af byggingu og lífeðlisfræði þeirra.

Mosaþemba með hraungambra í Skaftáreldahrauni. Hraungambri er einn algengasti og mest áberandi mosinn á öllum suður- og vesturhluta Íslands svo og í strandhéruðum Austurlands. Hann er einn fyrsti landneminn í nýjum hraunum.
- Glime, J.M. 2007. Bryophyte Ecology. Volume 1. Physiological Ecology. Ebook sponsored by Michigan Technological University and the International Association of Bryologists. Skoðað 4. janúar 2015 á: http://www.bryoecol.mtu.edu/
- Ingibjörg Svala Jónsdóttir (2015). Vistfræði mosa í ljósi loftslagsbreytinga. Náttúrufræðingurinn, í prentun.
- Flóra Íslands. Höfundur myndar: Hörður Kristinsson. (Sótt 9. 1. 2015).